Viðbótartrygging Epli
Tryggingarskilmálar 0501-2
Viðbótartrygging Epli er seld í samstarfi við Moderna Försäkringar AB í Svíþjóð og er Tryggingamiðlun Íslands ehf. umsjónaraðili trygginganna. Moderna hefur langa reynslu af tryggingasölu og er leiðandi á markaði. Þeir bjóða upp á hágæða þjónustu í samvinnu með traustum þjónustuaðilum. Stærðargráða þeirra gerir okkur kleift að bjóða þér að tryggja valin tæki við kaup á þeim hjá Epli.
1. Um tryggingarsamninginn
Þessi trygging heyrir undir lög um vátryggingarsamninga, efni þessa vátryggingarskilmála og íslensk lög almennt.
2. Eftirlit
Moderna Försäkringar, sem hluti af Trygg-Hansa Försäkring, er útibú Tryg Forsikring A/S sem er undir eftirliti Finanstilsynet í Danmörku varðandi vátryggingarstarfsemi í Danmörku og undir eftirliti Finansinspektionen í Svíþjóð varðandi vátryggingarstarfsemi í Svíþjóð.
3. Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar um trygginguna má nálgast á epli.is eða með því að hafa samband beint við Moderna Försäkringar. Einnig er hægt að hafa samband við Tryggingamiðlun Íslands sem er fulltrúi Moderna Försäkringar á Íslandi með því að senda tölvupóst á tjon@tmi.is.
4. Um trygginguna
Þegar þú kaupir vöru á epli.is eða í verslun áttu kost á að kaupa tryggingapakka, eða vörutryggingu fyrir keyptu vöruna. Hægt er að kaupa tryggingu fyrir vörur í völdum flokkum hjá Epli. Ef þú hefur spurningar varðandi trygginguna geturðu haft samband við Epli eða Moderna Försäkringar í gegnum Tryggingamiðlun Íslands.
5. Hver er tryggingataki
Tryggingartakinn er annað hvort einstaklingur sem gerir tryggingarsamning við Moderna Försäkringar fyrir vöru sem viðkomandi keypti til einkanota af Epli eða annar einstaklingur sem hefur eignast tryggðu vöruna á löglegan hátt.
6. Fyrir hvern gildir tryggingin
Tryggingin gildir fyrir upprunalegan eiganda vörunnar eða annan einstakling sem eignaðist tryggðu vöruna á löglegan hátt.
7. Hvar gildir tryggingin
Tryggingin heldur gildi sínu óháð því hvar varan er í veröldinni þegar tjón verður, en afgreiðsla bótakrafna og greiðsla skaðabóta fer eingöngu fram á Norðurlöndunum. Með Norðurlöndum er átt við Ísland, Danmörku (að Grænlandi og Færeyjum undanskildum), Noreg (að Svalbarða undanskildum), Svíþjóð og Finnland (að Álandseyjum undanskildum).
8. Hvað fellur undir trygginguna
Tryggingin fæst eingöngu við kaup á vöru í Epli og gildir eingöngu fyrir tryggðu vöruna sem er tilgreind á kvittuninni (tryggingarvottorðinu). Tryggingin gildir einnig um staðalbúnað sem fylgir vörunni í upprunalegu umbúðum hennar. Með staðalbúnaði er átt við fylgihluti sem teljast nauðsynlegir til að nota eða stjórna vörunni að öllu leyti, t.d. fjarstýringu, hleðslutæki eða þvíumlíkt. Vörur sem kunna að fylgja með í upprunalegum umbúðum tryggðu vörunnar í tengslum við herferð eða tilboð teljast ekki vera tryggðar vörur.
9. Hversu lengi gildir tryggingin
Tryggingin gildir frá kaupdegi, þ.e.a.s. eftir að tryggingargjaldið er greitt til Epli. Tímalengd tryggingarinnar er síðan valin í töflunni hér á eftir:
Vara |
Gildistími |
iPhone |
6 eða 12 mánuðir |
Borðtölva (kyrrstæð) |
36 eða 48 mánuðir |
Fartölva (færanleg) |
24 eða 36 mánuðir |
iPad, úr og heyrnartól |
12 eða 24 mánuðir |
10. Sjálfsábyrgð
Engin sjálfsábyrgð er greidd, óháð því hvort að skipt sé um vöruna eða hún sé lagfærð.
11. Hvaða tjón nær tryggingin yfir
Tryggingin heldur gildi sínu óháð því hvar varan er í veröldinni þegar tjón verður, en afgreiðsla bótakrafna og greiðsla skaðabóta fer eingöngu fram á Norðurlöndunum. Með Norðurlöndum er átt við Ísland, Danmörku (að Grænlandi og Færeyjum undanskildum), Noreg (að Svalbarða undanskildum), Svíþjóð og Finnland (að Álandseyjum undanskildum).
11.1 Tryggingin gildir um tjón af eftirfarandi toga
- Skyndilegt og ófyrirsjáanlegt tjón
Tjón sem felur í sér skerta virkni og sem verður vegna skyndilegra, ófyrirséðra og utanaðkomandi atburða sem áttu sér stað á tilteknum tímapunkti, en ekki yfir tiltekið tímabil.
- Bilun
Tjón sem felur í sér skerta virkni og sem varð vegna skyndilegrar, ófyrirséðrar innri bilunar.
- Innbrotsþjófnaður
Innbrotsþjófnaður á við um þjófnaði á heimilum*, sumarbústöðum* eða skrifstofum* þar sem óviðkomandi aðili brýtur sér leið inn með valdi. Innbrot teljast einnig tilvik þar sem þjófar nota lykla sem viðkomandi kunna að hafa komist yfir við fyrri rán eða innbrot.
- Sjálfsábyrgð
Hægt er að tilkynna tryggingarfyrirtæki sem þú kaupir af heimilistryggingu um tjónið, þ.e. ef tjónið fellur undir heimilistrygginguna. Í tilvikum þar sem tryggða varan er endurgreidd af heimilistryggingu, og slíkt tjón fellur einnig undir tryggingarpakkann, aðstoðum við þig með því að endurgreiða sjálfsábyrgð heimilistryggingarinnar, þó að aldrei meira en sem nemur kaupverði tryggðu vörunnar.
*Með heimili er átt við húsnæði þar sem þú ert skráður sem íbúi. Með sumarbústað er átt við fast og varanlegt húsnæði, að undanskildum hótelum, farfuglaheimilum eða þvíumlíku. Með skrifstofu er átt við vinnustað sem líkist skrifstofu í föstu húsnæði þar sem þú sinnir venjulega vinnu þinni. Skrifstofa á ekki við um almennt rými eða opin svæði eins og t.d. verslanir, bókasöfn, sýningarsali, búningsklefa, skólastofur, fundarherbergi, matsali o.s.frv. Með föstu og varanlegu húsnæði er átt við hús eða lítið hús á traustum grunni, þ.e. hugtakið fast, varanlegt húsnæði nær ekki yfir ökutæki af neinum toga, húsvagna, skála eða báta, pramma eða fleka af nokkrum toga.
11.2 Tryggingin gildir ekki um eftirfarandi
- Tjón sem felur í sér eða er afleiðing af sliti, notkun, óeðlilegri notkun, rangri meðferð, rangri uppsetningu, rangri samsetningu, breyting á ástandi, breytingu á lit eða lögun, húðun eða vanrækslu við viðhald, eða annað tjón sem hefur ekki áhrif á virkni tækisins eins og rispur á hulstrinu sem flokkast sem svokallaðir útlitsgallar.
- Rekstrarvörur, t.d. ljósaperur, rafhlöður, filmur, prenthausar, blekhylki.
- Kostnað við viðhald, stillingar, breytingar eða lagfæringar.
- Tjón sem verður af völdum vátryggðu vörunnar, svokallað afleitt tjón.
- Kostnað við uppsetningu, sundurhlutun og/eða samsetningu búnaðarins í tengslum við tjón.
- Tjón eða tap, t.d. á forritum, hugbúnaði, efni eða gögnum sem var hlaðið niður, eða tjón vegna tölvuveiru eða bilunar í hugbúnaði.
- Skemmdir á skjá sem fela í sér slokknun á pixlum (bilun í pixlum) og/eða að skjámynd „brennist“ inn í skjáinn.
- Tap á vörunni af öðrum orsökum en vegna innbrotsþjófnaðar á heimili, sumarbústað eða skrifstofu.
- Kostnað vegna óréttmætrar notkunar á öðru verkstæði en því sem Moderna Försäkringar mælti með.
- Kostnað vegna endurheimtar og/eða enduruppsetningar og/eða endurheimtar á gögnum.
- Öll önnur tilvik sem tryggingartaki eða aðrir notendur valda viljandi.
- Skemmdir vegna framleiðslugalla hjá framleiðanda.
- Tjón sem skal bæta samkvæmt vöruábyrgð eða sem fellur undir ábyrgð söluaðila samkvæmt neytendaverndarlögum.
- Skemmdir sem verða á kyrrstæðum vörum við flutninga ef viðkomandi vörum hefur ekki verið pakkað á fullnægjandi hátt. Kyrrstæðar vörur eru vörur sem eru venjulega notaðar eða hannaðar til kyrrstæðrar notkunar, eins og sjónvörp með flötum skjá og borðtölvur.
11.3 Öryggisfyrirmæli og tilhlýðileg kostgæfni
- Fylgja verður fyrirmælum framleiðandans varðandi samsetningu, uppsetningu, notkun, umhirðu og viðhald vörunnar.
- Nota verður vöruna á hátt sem telst vera hefðbundin notkun neytenda.
- Þegar þú skilur vöruna eftir á heimili þínu, í sumarbústaðnum þínum eða skrifstofunni verður þú að ganga úr skugga um að læsa öllum útihurðum og opnanlegum gluggum sem eru í minna en fjögurra metra hæð frá jörðu. Aldrei skal skilja lykla eftir í lásum eða læsingum.
- Meðhöndla skal tryggðu vöruna af eðlilegri kostgæfni til að koma í veg fyrir skemmdir eins og kostur er. Vöruna má t.d. hvorki nota né geyma í umhverfi þar sem augljós hætta er á að hún geti orðið fyrir tjóni.
- Tryggða vöru skal flytja á öruggan hátt til að koma í veg fyrir skemmdir, t.d. verður að fylgja leiðbeiningum um flutning sem koma fram í notendahandbókinni/leiðbeiningunum.
11.4 Lækkun eða niðurfelling skaðabóta
Þegar öryggisfyrirmælum er ekki fylgt eða tilhlýðileg kostgæfni er ekki viðhöfð lækkar endurgreiðslan, og nemur lækkunin yfirleitt um 25%. Endurgreiðslan kann að falla alveg niður ef um alvarlegt gáleysi er að ræða (100% lækkun) skv. 26. - 27. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004.
12. Ákvæði um skaðabætur
- Skiptaaðferð
Moderna Försäkringar tekur ákvörðun um hvenær skal lagfæra vöruna og hvenær skal skipta henni út fyrir skiptivöru eða gjafakort. Endurgreiðsla fer eingöngu fram í sama landi og varan var keypt.
- Viðgerðir
Við endurgreiðanlegt tjón verður viðgerðakostnaður endurgreiddur, þó að hámarki sem nemur innkaupsverði vörunnar. Í tilvikum þegar varan er ekki lagfærð, er henni skipt út fyrir skiptivöru af sömu gerð og sama vörumerki eða, ef vara af slíkri gerð er ekki tiltæk, skipt út fyrir vöru með uppsetningu sem líkist skemmdu vörunni, þó að hámarki sem nemur innkaupsverðinu sem kemur fram á kvittuninni.
- Ráðlagt verkstæði/ráðlagður viðgerðaraðili
Tryggingartaki greiðir allan aukakostnað ef tryggingartaki notar annað verkstæði/annan viðgerðaraðila en Moderna Försäkringar mælir með án gildrar ástæðu.
- Skiptivara
Þú færð annað hvort nýja eða endurnýjaða vöru ef ákvörðun er tekin um að skipta út vörunni þinni. Lágmarksábyrgð á öllum skiptivörum eru 12 mánuðir.
- Gjafakort
Ef söluaðili hefur enga sambærilega vöru í vöruúrvali sínu, eða ef kostnaður við slíka vöru er hærri en innkaupsverð, fer endurgreiðsla fram með gjafakorti og upphæð gjafakortsins verður sama upphæð og innkaupsverð tryggðu vörunnar.
- Frádráttur vegna aldurs
Enginn frádráttur er veittur ef verðrýrnun á sér stað vegna aldurs og notkunar.
- Endurgreiðsla í reiðufé
Endurgreiðsla í reiðufé fer einungis fram ef tjónið er endurgreitt með heimilistryggingu og við endurgreiðslu sjálfsábyrgðar þinnar.
- Skerðing á virkni
Afhenda skal vöruna til ráðlags verkstæði eða ráðlagðs viðgerðaraðila til að hægt sé að endurgreiða tjón af völdum bilunar.
13. Í tilvikum þegar tjón verður
Tilkynning um tjón
Þú verður að tilkynna um tjónið án tafar til Tryggingamiðlunar Íslands ehf. í síma 414 6693 eða á www.tmi.is innan tímamarkanna sem tilgreind eru í hlutanum „Annað“ undir liðnum „Fyrirmæli“.
Tjónamiðstöð
Sími | 553 6688 |
Netfang | tjon@tmi.is |
Vefsvæði | www.tmi.is |
MJÖG MIKILVÆGT!
Þú verður að taka allar öryggislæsingar úr lás áður en þú lætur vöruna af hendi til að hægt sé að lagfæra tjónið sem varð á vörunni. Slíkt á við ef varan er varin af öryggiskerfi eins og t.d. „Finna iPhone símann minn“ eða svipuðu kerfi.
Aðgerðir til að takmarka eða fyrirbyggja tjón
- Þú skalt eftir bestu getu að reyna að takmarka tjón sem þegar hefur orðið eða fyrirbyggja yfirvofandi tjón. Okkur er einnig heimilt að grípa til aðgerða til að takmarka eða fyrirbyggja tjón. Endurgreiðsla kann að lækka eða falla niður ef þú af ásetningi eða með stórfelldu gáleysi gerir enga tilraun til að fyrirbyggja tjón.
- Tryggingin bætir tjón sem verður á tryggðu vörunni, með því skilyrði að þú grípir til réttmætra aðgerða til að bjarga vörunni og fyrirbyggja yfirvofandi tjón.
- Hvað endurgreiðanlegt tjón varðar, er aukakostnaður sem hlýst af því að takmarka eða fyrirbyggja tjón einnig endurgreiddur, að endurgreiðsluupphæðinni viðbættri.
Viðgerðir á tjóni eiga sér einungis stað með okkar samþykki
Tjónaviðgerðir eða endurbætur skulu einungis eiga sér stað samkvæmt samkomulagi við okkur. Hins vegar er heimilt að framkvæma viðgerðir til bráðabirgða ef slíkt er nauðsynlegt til að fyrirbyggja alvarlegt, afleitt tjón. Tryggingartaki skal halda eftir öllum íhlutum sem kann að vera skipt um þar til að gengið hefur verið endanlega frá tjóninu.
Endurgreiðsla
Tryggingartaki sem tilgreindur er á kvittuninni fær endurgreitt á reikning sem viðkomandi tilgreinir, hugsanlega beint til verkstæðisins. Tryggingartaki skal vera reikningshafi tilgreinda reikningsins.
Tilkynningar til lögreglu
Tilkynna verður um allan innbrotsþjófnað til lögreglu og slíkar tilkynningar skulu fylgja með tjónaskýrslum sem sendar eru til okkar.
14. Tryggingartímabil og uppsögn
Tryggingartímabil
Tryggingartímabilið hefst frá undirskriftardeginum sem kemur fram á kvittuninni og gildir án frekari uppsagnar þar til hámark tryggingartímabils er liðið.
Hvenær öðlast tryggingin gildi
Tryggingin öðlast gildi um leið og greiðsla berst til Epli fyrir fyrsta tryggingariðgjaldið (sjá kvittun), þó í síðasta lagi við afhendingu vörunnar.
Hvenær fellur tryggingin úr gildi
Tryggingin fellur úr gildi við lok tryggingartímabilsins (sjá kvittun).
Uppsögn
- Réttur þinn til að segja upp tryggingunni
- Hægt er að segja upp tryggingunni fyrstu 30 daga samningstímabilsins frá undirskriftardegi talið og fá allt iðgjaldið endurgreitt.
- Uppsögn á fyrstu 30 dögum samningsins skal ávallt eiga sér stað hjá Epli.
- Þú hefur rétt á að segja upp tryggingunni tafarlaust ef engin þörf reynist fyrir trygginguna eða við aðrar svipaðar aðstæður.
- Uppsögn eftir fyrstu 30 daga samningsins skal senda beint til Moderna Försäkringar. Þá færðu eftirstöðvar iðgjaldsins endurgreiddar.
- Réttur okkar til að segja upp tryggingunni
Við höfum rétt á að segja upp tryggingunni á tryggingartímabilinu ef þú brýtur gróflega gegn skuldbindingum þínum gagnvart Moderna Försäkringar eða af öðrum réttmætum ástæðum. Uppsögn okkar á samningnum öðlast gildi 14 dögum eftir að við sendum þér skriflega tilkynningu um uppsögnina samkvæmt lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 (3., 47. gr.).
15. Undantekningar og takmarkanir
Tjón vegna kjarnorkugeislunar
Tryggingin gildir hvorki um eignatjón né skaðabótaskyldu, ef tjónið orsakast á beinan hátt af kjarnorkuferli.
Óviðráðanlegar aðstæður
Tryggingin gildir ekki um tap sem verður vegna tjónarannsóknar, viðgerða eða frestunar greiðslna vegna styrjalda, stríðsátaka, borgarastyrjalda, byltinga, uppþota eða aðgerða stjórnvalda, verkfalla, verkbanna, hafnarbanns, farsótta eða svipaðra atburða.
Tjón í styrjöldum
Tryggingin gildir ekki um tjón sem verður vegna styrjalda, stríðsátaka, borgarastyrjalda, byltinga eða uppþota.
Aðgerðir/inngrip stjórnvalda
Tryggingin gildir ekki um tjón sem á uppruna sinn eða orsök að rekja til inngripa stjórnvalda, hvort sem slíkt er á beinan eða óbeinan hátt.
Ólöglegir verknaðir
Vátryggingin á ekki við ef tjón verður vegna ólögmætra athafna vátryggðs, bótaþega hans eða löggilds erfingja.
Sektarákvæði
Tryggingin gildir ekki um tjón, ávinning eða aðrar skaðabætur ef viðskiptabann, lögbann eða takmarkanir eru lagðar á Moderna Försäkringar samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna eða viðskipta- og efnahagsþvingunum sem lagðar eru á samkvæmt reglugerðum ESB, Bretlands eða Bandaríkjanna.
Hryðjuverk
Tryggingin gildir ekki um tjón vegna útbreiðslu líffræðilega efna, íðefna eða geislavirkrar efna í tengslum við hryðjuverk. Með hryðjuverkum er átt við verknaði sem fela í sér en takmarkast ekki við, valdbeitingu eða ofbeldi og/eða hótanir hóps (hópa) eða einstaklinga um slíkt, hvort sem viðkomandi leggur stund á slíkt á eigin vegum eða fyrir hönd annarra eða í tengslum við fyrirtæki (stofnanir) eða stjórnvöld (ríkisstjórnir) af hvaða toga sem er, skipulagningu aðgerða í stjórnmálafræðilegum, trúarlegum, hugmyndafræðilegum, þjóðernislegum tilgangi eða af öðrum ástæðum þ.m.t. fyrirætlanir um að hafa áhrif á stjórnvöld og/eða ógna almenningi eða hluta af almenningi.
16. Almenn ákvæði
Aðrir samningar eða ábyrgðir
Tryggingin gildir ekki um tjón sem flutningsfyrirtæki eða annar aðili ber lagalega ábyrgð á, ábyrgðartryggingar eða sambærilegar skuldbindingar. Tryggingin heldur samt sem áður gildi sínu ef þú getur sýnt fram á að aðilinn sem skuldbatt sig var ófær um að standa við skuldbindingu sína.
Tvískipt trygging
Í tilvikum þegar sömu hagsmunir eru tryggðir gegn sömu áhættu hjá nokkrum fyrirtækjum í einu ber hvert fyrirtæki ábyrgð gagnvart tryggingataka, á sama hátt og viðkomandi fyrirtæki hefði eitt og sér veitt ábyrgðina. Þú hefur hins vegar ekki rétt á hærri endurgreiðslu frá fyrirtækjunum en sem nemur tjóninu. Þegar heildarupphæð skaðabóta er hærri en tjónið verður greiðslu skaðabótanna skipt á milli fyrirtækjanna samkvæmt hlufallslegri skiptingu skaðabótaupphæða.
Endurnýjun tryggingarinnar
Þú færð tilboð um endurnýjun með góðum fyrirvara áður en lokadagur tryggingarinnar rennur upp. Endurnýjunin fer fram með greiðslu iðgjaldsins fyrir næsta tryggingartímabil þar á eftir, ekki síðar en síðasta dag yfirstandandi tryggingartímabils til að tryggingin haldi áfram gildi sínu.
Lög um vátryggingarsamninga og íslensk lög
Þessi trygging fellur undir íslensk lög og önnur ákvæði falla undir lög um vátryggingarsamninga.
Vátryggjandi
Vátrygging okkar er trygging frá Moderna Försäkringar, sem er hluti af Trygg-Hansa Försäkring, 106 26 Stockholm, org.nr 516403-8662 útibú frá Tryg Forsikring A/S, CVR-nr 24260666, Klausdalsbrovej 601, DK-2750 Ballerup, Denmark.
Samskiptaupplýsingar
Tryggingartakinn gerir sér grein fyrir því að samskipti eiga sér stað með upplýsingum sem tryggingartaki lætur af hendi við töku tryggingarinnar, þ.e. í gegnum tölvupóst, síma, textaskilaboð eða bréfleiðis. Tryggingartaki ber ábyrgð á því að leggja fram réttar samskiptaupplýsingar.
Iðgjald og greiðsla tryggingarinnar
Moderna Försäkringar og Epli semja sín á milli um upphæðir iðgjalda samkvæmt verðskrá Moderna Försäkringar. Við undirritun tryggingarsamningsins greiðir þú iðgjaldið til Epli og við endurnýjun samningsins greiðir þú iðgjaldið til Moderna Försäkringar. Fyrsta iðgjaldið er greitt um leið og varan er keypt, þó í síðasta lagi við afhendingu vörunnar, iðgjald er greitt fyrirfram fyrir allt árið. Moderna Försäkringar hefur rétt á að fella niður trygginguna ef umsamið nýtt áskriftariðgjald hefur ekki verið greitt til Moderna Försäkringar af Epli, en við það fellur ábyrgðin úr gildi.
Breytingar á iðgjaldinu
Moderna Försäkringar hefur rétt á að gera breytingar á iðgjaldinu í samræmi við endurnýjun tryggingarinnar og í slíkum tilvikum færðu tilkynningu áður en nýja iðgjaldið öðlast gildi.
Fyrirmæli
Þegar aðili leggur fram kröfu um tryggingarbætur eða aðrar tryggingar, skal höfða mál innan lögbundins fyrningarfrests ef tengsl samkvæmt tryggingarsamningnum veita rétt á slíkri vernd. Hafi aðili sem óskar eftir tryggingu lagt fram kröfu til Moderna Försäkringar innan tímamarkanna sem tilgreind eru hér á undan, eru tímamörkin til að höfða mál ávallt að lágmarki sex mánuðir frá því að Moderna Försäkringar tók endanlega afstöðu til kröfunnar. Tryggingarréttur fellur niður ef málið er ekki höfðað innan ofangreinds tímafrests.
Skylda til að tilkynna um aukna áhættu
Þú skalt án óþarfa tafar tilkynna okkur um verulegar breytingar á skilyrðum samningsins sem gætu leitt til aukinnar áhættu, t.d. þegar þú flytur eða notar annars konar húsnæði. Endurgreiðsla tryggingar kann að lækka ef slíkt er ekki gert. Endurgreiðsla kann að falla niður ef um alvarlega vanrækslu er að ræða.
Endurheimt
Moderna Försäkringar tekur yfir rétt tryggingartaka til að krefjast endurgreiðslu af aðilanum sem olli tjóninu að sama marki og Moderna Försäkringar hefur greitt út skaðabætur.
17. Samantekt persónuverndarstefnu
Unnið er úr persónuupplýsingum þínum í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og reglugerð ESB, 2016/679, Evrópuþingsins og -ráðsins sem tók gildi 25. maí 2018. Persónuupplýsingarnar sem unnið er úr eru m.a. nafn, heimilisfang, kennitala og heilsufar. Upplýsingarnar varða þig sem viðskiptavin en kunna einnig að eiga við um annan tryggðan aðila. Þú sem viðskiptavinur lætur upplýsingarnar í té, en við kunnum að heimta slíkar upplýsingar hjá t.d. einhverjum af samstarfsaðilum okkar.
Upplýsingarnar kunna að vera fengnar úr eða uppfærðar með gögnum úr opinberum skrám. Við vinnum úr persónuupplýsingum í því skyni að standa við skyldur okkar gagnvart þér, viðskiptavininum, t.d. við rannsókn tryggingarmála og umsjón með tryggingarsamningnum þínum. Persónuupplýsingarnar kunna einnig að vera notaðar sem grunnur fyrir greiningar, viðskiptaþróun og töluleg gögn. Upplýsingar kunna að vera birtar samstarfsaðilum í áðurnefndum tilgangi, bæði innan og utan ESB og EFTA eða annarra fyrirtækja innan samstæðunnar. Samkvæmt gildandi lögum kann okkur að bera skylda til að birta yfirvöldum slíkar upplýsingar. Upplýsingar eru ekki vistaðar lengur en nauðsyn krefur. Heildarupplýsingar um meðhöndlun persónuupplýsinga er að finna í persónuverndarstefnu Moderna Försäkringar á https://affinity.modernaforsakringar.se/gdpr/swedish/.
Moderna Försäkringar, fyrirtækjanr. 516403–8662, útibú Tryg Forsikring A/S, Danmark, CVR-nr. 24 260 666 er ábyrgðaraðili fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá frekari upplýsingar um hvaða persónuupplýsingum er unnið úr eða ef þú vilt fá afrit af slíkum upplýsingum. Sendu tölvupóst á dataskydd@modernaforsakringar.se eða skrifaðu bréf til Moderna Försäkringar, Dataskyddsombud, Box 7830, 103 98 Stokkhólmi.
18. Ef þér líkar ekki við eitthvað
Ánægðir viðskiptavinir eru okkar markmið og við metum álit þitt mikils, óháð því hvort þú ert ánægð(ur) eða finnst að eitthvað megi betur fara. Ósk okkar er að leysa öll mál sem koma upp með góðum samskiptum okkar á milli.
Hafðu samband við aðilann sem sá um málið, ef þú ert ekki ánægð(ur) með niðurstöðuna í tilteknu máli eða það hvernig málið var meðhöndlað. Ef þú vilt frekar að yfirmaður í viðkomandi deild endurskoði málið skaltu senda tölvupóst á tjon@tmi.is og tilgreina „kvörtun“ þína og tjónsnúmerið í efnislínunni. Ef þú vilt frekar skrifa bréf er heimilisfangið:
Tryggingamiðlun Íslands hf.
Hlíðasmári 12
201 Kópavogi
Sími 414-6671.
Gefðu upp nafn, tjónsnúmer og umkvörtunarefnið til að auðveldara sé að vinna úr kvörtuninni. Sendu einnig hugsanlegar viðbótarupplýsingar eða skjöl sem viðkomandi starfsdeild hafði ekki aðgang að.
Aðrar leiðir til að fá leiðbeiningar og leita réttar síns:
1. Neytendasamtökin Frjáls félagasamtök (NS)
Hafðu samband við Neytendasamtökin ef þig vantar aðstoð varðandi tryggingar eða uppgjör skaðabóta. Frekari upplýsingar fást á www.ns.is eða í síma 545-1200. Einnig er hægt að senda skeyti á: ns@ns.is.
2. Fjármálaeftirlitið (FME)
Innan Fjármálaeftirlitsins starfar Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum, sem neytendur geta lagt sín mál fyrir eftir að tryggingafélagið hefur tekið ákvörðun í málinu. Opnaðu www.fme.is til að fá frekari upplýsingar eða leggja fram kvörtun, eða sendu skilaboð til fme@fme.is eða: Fjármálaeftirlitið, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Sími: 520-3700
3. Almennir dómstólar
Óháð því hvort gerðardómur hafi fallið eða ekki, áttu í flestum tilvikum kost á að reka mál fyrir almennum dómstólum.