Velkomin á þjónustuvef Epli
Epli rekur viðurkennt Apple þjónustuverkstæði að Laugavegi 182 í Reykjavík. Við gerum við allar helstu Apple vörur, og sinnum ábyrgðarþjónustu fyrir Apple og endursöluaðila. Engar tímapantanir - almennur biðtími eftir þjónustu er 3-5 virkir dagar. Ef varahlutur er ekki til á lager má gera ráð fyrir 2-3 virkum dögum til viðbótar, samtals 5-6 virkum dögum í afgreiðslutíma.
Apple Support appið nú í boði á Íslandi
Vantar þig aðstoð? Apple Support veitir þér aðgang að lausnum fyrir allar Apple vörur og þjónustur—allt á einum stað. Lærðu hvernig á að hafa umsjón með áskriftunum þínum, hvernig þú getur endurstillt Apple ID lykilorðið og margt fleira. Finndu leiðbeiningar sem leiða þig skref fyrir skref í lausn vandamála. Ef tækið þarf á viðgerð að halda þá getur þú fundið næsta viðurkennda þjónustuaðila í appinu.
Ef þú þarft aðstoð með Apple ID, iCloud, áskriftir eða aðrar Apple þjónustur og finnur ekki lausn þinna mála í appinu getur þú haft samband við þjónustufulltrúa hjá Apple í netspjalli í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Starfsfólk Epli getur því miður ekki aðstoðað með aðganga, reikninga eða þjónustur frá Apple.
Kynning á appinu má finna hér að neðan:
Hafa samband við Apple Support
Ef þú finnur ekki lausn þinna mála í leiðbeiningum hér á síðunni eða inni á support.apple.com gætir þú þurft að hafa samband við Apple Support.
Apple Support má ná í með eftirfarandi leiðum:
Get Support vefsíða Apple - þarna getur þú stofnað aðstoðarbeiðni og komist í samband við Apple Support í síma eða netspjalli. Virkar ekki ef Ísland er valið neðst til hægri.
Símanúmer hjá Apple Support víðsvegar um heiminn. Ef fyllt er út aðstoðarbeiðni á netinu getur það flýtt fyrir, þá færðu beiðnanúmer sem þú lætur þjónustufulltrúa hafa í gegnum síma.
Activation Lock Support Request. Ef þú þarft að slökkva á Find My/Activation Lock á tæki en hefur ekki aðgang að Apple ID reikningnum sem skráður er á tækið. Kaupnóta og raðnúmer/IMEI nauðsynlegt til að senda inn beiðni.
Símanúmer sem Epli mælir með:
Apple Support DK: +45 80 24 96 25
Apple Support UK: +44 800 107 6285
Óboðnar dagbókarfærslur
Borið hefur á því að viðskiptavinir koma til okkar vegna dagbókarfærslna á iPhone (Calendar Events) sem þau kannast ekki við.
Engar áhyggjur, ekki er um vírus að ræða. Þú gætir hafa samþykkt boð á viðburð eða dagatal óvart.
Einfalt er að losna við þessar færslur:
- Opnaðu Settings
- Finndu Calendar
- Opnaðu Accounts
- Opnaðu Subscribed Calendars
- Opnaðu dagatalið sem er þar inni
- Ýttu á Delete Account
- Ýttu á Delete Account aftur til að staðfesta.
Nú ertu laus við færslurnar og ættir að geta bjargað þér komi þetta fyrir aftur. Séu fleiri en eitt dagatal undir Subscribed Calendars endurtekur þú skref 5-7 til að losna við allar óboðnar færslur.
Find My / Activation Lock
Til að hægt sé að taka Apple tæki til viðgerðar þarf að slökkva á Activation Lock eða Find My.
Leiðbeiningar má finna hér ef þú ert með lykilorðið og notandanafnið (tölvupóstfangið) á Apple ID á hreinu.
Sértu búin að gleyma lykilorðinu eða notandanafninu getur þú reynt að endurheimta aðganginn þinn.
Náir þú ekki að endurheimta aðganginn til að slökkva á Activation Lock getur þú sent inn beiðni um slíkt til Apple hér. Vakin er athygli á því að nauðsynlegt er að kynna sér skilmála Apple varðandi þessa þjónustu og hvað í henni felst.
Starfsmenn Epli geta ekki og hafa ekki heimild til að veita aðstoð við þetta ferli samkvæmt skilmálum Apple.
Þjónustuprógram hjá Apple - AirPods Pro
Apple hefur gefið út að lítill hluti AirPods Pro tækja gætu valdið hljóðvandamálum. Tækin sem um ræðir voru framleidd fyrir október 2020.
Tæki undir áhrifum þessa vanda gætu sýnt eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum:
- Surg eða skruðninga sem aukast í háværu umhverfi, við líkamsrækt eða í símtölum
- Active Noise Cancellation virkar ekki sem skyldi, til dæmis lægri bassi, eða aukinn bakgrunnshávaði eins og í umferð eða flugvélum
Epli þjónustar þau heyrnatól sem staðfest er af tæknimanni að sýni þessa bilun (vinstra, hægri eða bæði), að kostnaðarlausu.
Athugið: Engar aðrar gerðir AirPods falla undir þetta prógram. Þetta prógram framlengir ekki hefðbundnu eins árs takmörkuðu alheimsábyrgð Apple á AirPods Pro.
Þetta prógram er í gildi í 3 ár frá kaupdegi.
Þjónustuprógram hjá Apple - Lyklaborð
Hér má sjá lista yfir týpur sem þetta á við um.
Apple hefur gefið út að sum lyklaborð í MacBook, MacBook Air og MacBook Pro virki ekki sem skyldi og það sem lýsir sér á eftirfarandi hátt:
Stafir skrifast endurtekið.
Stafir eða tákn birtast ekki.
Lyklar virka sem klístraðir.
Ef þú kannast við þetta vandamál í tölvunni þinni þá endilega komdu með hana á verkstæði Epli.
Þegar að tæknimenn hafa staðfest að eitt eða fleiri af ofangreindum atriðum eigi við tölvuna þína er ákvarðað hvort að gert verður við einn eða fleiri lykla, eða að lyklaborðinu í heild sinni verði skipt út.
Það getur tekið 3-5 virka daga að fá nýtt lyklaborð á venjulegum álagstímum. Tölvan þarf að vera skráð inn á verkstæði á meðan.
Þjónustuprógram þetta gildir í 4 ár frá fyrsta söludegi tölvunnar.