Skilmálar
Ertu að leita að skilmálum verkstæðis Epli? Hér má finna þá.
1. Um viðskiptaskilmála þessa
Viðskiptaskilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu Skakkaturns ehf til neytenda. Skilmálarnir eiga við hvort sem viðskipti fara fram í verslunum Skakkaturns (sem reknar eru undir merkinu Epli) eða í fjarsölu, til dæmis í netverslun félagsins á https://www.epli.is
Skakkiturn ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, enda verði kaupanda tilkynnt um það. Útsending nýrra skilmála til kaupanda og/eða birting á vefsíðu epli.is telst nægileg tilkynning. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út. Skilmálar þessir teljast staðfestir með staðfestingu á kaupum og/eða greiðslu fyrir viðskiptin.
2. Skilgreiningar
Seljandi er Skakkiturn ehf kt. 670308-2430. Hér eftir nefndur Epli. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á kaupnótu. Komi nafn kaupanda ekki fram á kaupnótu telst kaupandi sá sem greiðir fyrir viðskiptin. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 16 ára til að versla í vefverslun Epli.
3. Persónuvernd
Epli fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Epli hefur gefið út persónuverndaryfirlýsingu um hvernig unnið er með persónuupplýsingar um einstaklinga. Greiðslur með greiðslukortum á vef fara í gegnum örugga greiðslugátt Valitor hf. Epli geymir engar kortaupplýsingar.
4. Réttur til að falla frá kaupum þegar verslað er í vefverslun á www.epli.is
Réttur til að falla frá kaupum:
Kaupandi hefur rétt til að falla frá kaupum í vefverslun epli.is án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga. Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir að gengið var frá samningi um kaup eða þann dag sem kaupandi hefur fengið vöruna í sína vörslu. Til þess að nýta réttinn til að falla frá kaupum þarf kaupandi að tilkynna Epli ákvörðun sína um að falla frá kaupum með ótvíræðum hætti, t.d.
- með tölvupósti á vefverslun@epli.is
- með bréfi sendu í pósti á: Skakkiturn ehf, Laugavegi 182, 105 Reykjavík
Nota má meðfylgjandi staðlað eyðublað, en það er ekki skylda. Kaupandi getur einnig fyllt út og sent með rafrænum hætti staðlaða eyðublaðið eða aðra ótvíræða yfirlýsingu á vefsvæði okkar www.epli.is/voruskil. Ef notast er við þennan valkost munum við senda kvittun fyrir móttöku yfirlýsingarinnar á tölvupósti án tafar.
Til að fresturinn teljist virtur nægir kaupanda að senda tilkynningu um að hann neyti réttar síns til að falla frá samningi áður en fresturinn rennur út.
Áhrif þess að falla frá samningi:
Ef kaupandi fellur frá samningi um kaup í vefverslun Eplis munum við endurgreiða kaupanda allar greiðslur sem við höfum fengið frá honum, þ.m.t. afhendingarkostnað ef við á (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna þess að valinn afhendingarmáti er annar en ódýrasti staðlaði afhendingarmátinn sem við bjóðum). Endurgreiðsla fer fram án ástæðulausrar tafar og alla jafna ekki síðar en 14 dögum eftir að okkur berst tilkynning um um að kaupandi falli frá samningi. Hafi vara verið afhent munum við halda eftir endurgreiðslu þar til vöru hefur verið skilað eða kaupandi lagt fram sönnun fyrir endursendingu, hvort sem kemur á undan. Frestur til þess er 14 dagar frá tilkynningu um að fallið sé frá kaupum. Kaupandi ber kostnað af því að skila vöru. Við munum endurgreiða með því að nota sama greiðslumiðil og kaupandi notaði í upphaflegu viðskiptunum, nema kaupandi hafi samþykkt annað sérstaklega. Kaupandi ber engan kostnað af þessari endurgreiðslu.
5. Almennur skilaréttur
Kaupandi hefur 14 daga frá því hann veitir vöru viðtöku til að tilkynna Epli um að hann ætli að hætta við kaup. Kaupanda ber að endursenda vöru eða koma með vöru í verslun Eplis innan 14 daga frá tilkynningu um að hann ætli að falla frá kaupum. Reglur um vöruskil eru eftirfarandi:
a. Kaupandi þarf að sýna fram á kaup
i. T.d. með kaupnótu: ef vara er keypt í vefverslun var kaupnóta send á uppgefið netfang.
ii. T.d. með kaupnótu: Ef vara var keypt í verslun okkar og kaupnóta hefur glatast reyna starfsmenn Eplis eftir fremsta megni að finna kaupnótu út frá þeim upplýsingum sem kaupandi gefur upp (kaupandi, kaupdagur og greiðslumáti).
b. Ástand skilavöru
Til að tryggja fulla endurgreiðslu þurfa vörur sem skilað er að vera í upprunalegu ástandi og upprunalegar umbúðir ásamt öllum fylgihlutum þurfa að fylgja, tækjabúnaður að vera óuppsettur og með órofnu innsigli framleiðanda, sé það til staðar. Sé þessum skilyrðum ekki fullnægt ber kaupandi ábyrgð af þeirri verðrýrnun sem meðferð hans á vörunni kann að hafa í för með sér.
c. Endurgreiðsla eða útgáfa inneignarnótu fer fram eftir að vara hefur verið móttekin og ástand hennar staðfest:
i. Endurgreiðsla netviðskipta fer alltaf fram með sama greiðslumáta og notaður var við greiðslu, til dæmis með endurgreiðslu inn á greiðslukort eða niðurfellingu á kröfu.
ii. Þegar vara er keypt í verslun getur viðskiptavinur valið um endurgreiðslu með sama greiðslumáta og notaður var við greiðslu, útgáfu inneignarnótu eða að fá aðra vöru í stað þeirrar sem skilað var. Athygli er þó vakin á því að hafi verið greitt fyrir vöru með reiðufé er eingöngu endurgreitt í formi inneignarnótu eða annarrar vöru.
d. Sérpantanir
Takmarkaður skilaréttur er á vörum sem sérpantaðar eru í verslunum Epli samkvæmt forskrift kaupanda. Epli áskilur sér rétt til að halda eftir allt að 30% af listaverði sérpantaðrar vöru óski kaupandi eftir að falla frá kaupum eftir að framleiðsluferli hinnar sérpöntuðu vöru er hafið.
6. Afhendingartími
Eftir að pöntun hefur borist er hún alla jafna tilbúin til afgreiðslu næsta virka dag nema annað sé tekið fram (t.d. sérpantanir). Því miður getum við ekki alltaf tryggt að ákveðin vara sé til á lager þegar netpöntun er tekin saman. Ef sú staða kemur upp að ein eða fleiri vörur eru ekki til á lager höfum við samband og bjóðum endurgreiðslu eða biðpöntun eftir því sem við á og hentar kaupanda hverju sinni.
7. Afhendingarmáti
Epli býður upp á eftirfarandi afhendingarmáta:
- Sækja í verslun á Laugavegi
- Sækja í verslun í Smáralind
- Íslandspóstur, sent á pósthús
- Íslandspóstur, heimsent
- Dropp þjónustur
8. Verð og verðbreytingar
Öll verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur Epli sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta átt sér stað fyrirvaralaust vegna verðbreytinga frá birgja, gengisskráningar eða annarra utanaðkomandi þátta. Verðbreytingar sem eiga sér stað eftir að pöntun er staðfest hafa ekki áhrif á viðkomandi pöntun nema um sé að ræða innsláttarvillu eða mistök við skráningu á verði. Í þeim tilfellum er haft samband við kaupanda og honum gefinn kostur á að falla frá kaupum.
9. Sérpantanir
Epli býður viðskiptavinum upp á að panta tölvubúnað og áhöld sem sniðinn er að óskum kaupanda. Kaupandi greiðir vöruna að fullu við pöntun. Afhendingatími sérpantana er 6 – 12 vikur.
10. Eignarréttur
Í samræmi við 42.gr. laga nr. 75/1997 áskilur Epli sér eignarrétt hins selda þar til kaupverðið er að fullu greitt og áskilur sér rétt til að taka hið selda til baka eða selja það nauðungarsölu með vísan til 4. tl. 38.gr. sömu laga. Kaupandi hefur kynnt sér samningsákvæði þetta og samþykkir eignarréttarfyrirvara Eplis með móttöku hins selda.
11. Ábyrgð
Ábyrgðarskilmálar þessir, að því leyti sem lög leyfa, undanskilja ekki, takmarka eða breyta heldur eru til viðbótar lögbundnum réttindum sem gilda um sölu viðkomandi vöru. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er tímamark til að bera fyrir sig galla á seldri vöru frá Epli eitt ár frá því að söluhlut var veitt viðtöku nema annað sé sérstaklega tekið fram. Í samræmi við lög um neytendakaup, nr. 48/2003 er þessi frestur tvö ár ef um er að ræða smásölu til neytenda. Ábyrgð nær ekki yfir hugbúnað. Við ábyrgðarviðgerðir eru ýmist notaðir nýir eða endurnýjaðir varahlutir og búnaður. Endurnýjaðir varahlutir og búnaður eru sambærilegir við nýja og standast sömu kröfur um afköst og áreiðanleika Í engum tilfellum er hægt að krefjast ábyrgðar á gögnum, uppsetningum, vinnutapi eða væntum hagnaði. Notendur eru í öllum tilfellum ábyrgir fyrir öryggisafritun gagna. Ábyrgðin tryggir ekki að búnaður verði laus við allar truflanir eða villulaus. Á líftíma vörunnar mun reynast nauðsynlegt að fylgja leiðbeiningum framleiðanda um uppfærslur. Ef úrlausn vandamáls felst í því að fylgja leiðbeiningum framleiðanda sem aðgengilegar eru almenningi mun vinna vegna þess ekki falla undir ábyrgð og er þá innheimt samkvæmt gjaldskrá.
Ábyrgð á búnaði fellur niður, ef:
• Leiðbeiningum framleiðanda búnaðar og Eplis um hirðu, notkun, álag, íhluti eða viðhald er ekki fylgt.
• Bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.
• Óviðkomandi aðili hefur opnað eða átt við búnað, breytt honum eða bætt við hann á einhvern hátt.
• Bilun má rekja til þess að vélbúnaður hafi verið tengdur við ranga rafspennu.
• Bilun stafar af rangri tengingu við rafkerfi eða netkerfi.
• Bilun má rekja til óhæfra umhverfisþátta, svo sem ryks, hita- eða rakastigs.
Ábyrgð er ekki veitt á:
• Búnaði, sem er skemmdur vegna rangrar notkunar, ytri ástæðna, rangra breytinga, rangs uppsetningarumhverfis eða skorts á eðlilegri þjónustu.
• Búnaði, þar sem auðkenni framleiðanda og raðnúmer hefur verið afmáð.
• Galla, sem stafar af búnaði, er Epli ber ekki ábyrgð á.
• Þjónustu við ranglega útfærðrar búnaðarbreytingar.
Ábyrgðarskilmálar þessir gilda ekki um afhendingu á nýjum vörum í stað gallaðrar vöru sem seld hefur verið af öðrum aðilum en Epli. Í þeim tilvikum sem Epli móttekur gallaðar vörur seldar og/eða afhentar af öðrum en Epli skal það tekið fram að þá kemur Epli fram sem milliliður og er ekki samábyrgur upphaflegum seljanda. í slíkum tilfellum ber Epli enga ábyrgð á hinni afhentu vöru.
Ábyrgðarskilmálar þessir rýra ekki eða takmarka rétt neytenda til að krefja upphaflegan seljanda um nýja afhendingu á grundvelli samningssambands þeirra á milli.
Athugið
Rétt er að minna á að þegar óskað er eftir ábyrgðarþjónustu eða vöruskilum áskilur Epli sér rétt til að krefjast framvísunar á frumriti reiknings fyrir kaupum á búnaðinum.
12. Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.
13. Fyrirtækisupplýsingar
Epli
Skakkiturn ehf.
Laugavegi 182 105 Reykjavík
Sími: 512 1300
Kennitala: 670308-2430
VSK númer: 99692
14. Gildistími
Skilmálar gilda frá 1. febrúar, 2022