Almenn gagnavernd
Reglur og skilmálar varðandi friðhelgi og vafrakökur (cookies)
Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Við höfum tekið upp sérstakar reglur og skilmála varðandi friðhelgi sem setur okkur mörk varðandi söfnun, geymslu og notkun á þeim upplýsingum sem þú gefur okkur.
Við birtum upplýsingarnar hér að neðan til að gestir okkar á vefnum séu meðvitaðir um fyrrnefndar reglur og skilmála. Með því að heimsækja www.epli.is samþykkirðu og viðurkennir þær aðferðir sem lýst er í þessum texta.
Reglur varðandi friðhelgi
Ef þú ert undir 16 ára aldri förum við fram á að þú upplýsir foreldra eða forráðamann um reglur og skilmála Skakkturns ehf og að þú fáir samþykki þeirra áður en þú skráir þig í vefversluninni eða pantar vörur.
Hafðu í huga skilmála og reglur þegar þú setur inn persónulegar upplýsingar.
Persónulegar upplýsingar
Þegar þú skráir þig inn á síðuna og færð notendanafn söfnum við einungis upplýsingum sem varða nafnið þitt, búsetuland, símanúmer, netfang og heimilisfang. Með því að skrá þig heimilarðu slíka söfnun upplýsinga.
Ef þú ert ekki með aðgang hjá okkur munum við safna sömu upplýsingum og koma fram hér að ofan en einungis til að hægt sé að klára pöntunina.
Þegar þú pantar vöru í vefverslun Skakkaturns eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Valitor geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri.
Valitor hefur hlotið vottun PCI DCC (Payment Card Industry Data Security Standard) sem ætlað er að draga úr hættunni á kortamisferli. Að auki tryggir Valitor öryggi kortagreiðslu þinnar með því að biðja um öryggiskóða korta (CVV2), eða MCC (öryggiskóði Masterkorta) og VbV (Staðfest af Vísa). Valitor setur strangar öryggiskröfur til söluaðila um að uppfylla PA DSS (Payment Application Data Security Standard) staðlana.
Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur. Hið sama gildir hvort sem þú ert skráður notandi eða ekki.
Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar með aðstoð Valitor vísum við til heimasíðu þeirra.
Vafrakökur (cookies)
Vafrakökur eða "cookies“ eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. Skakkiturn notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú setur í körfuna þína, hvernig fyrri pantanir þínar voru og til að kynna þig fyrir vörum sem gætu vakið áhuga þinn.
Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þínum þörfum og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þeim.
Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt þú kjósir að leyfa ekki vafrakökur geturðu samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu okkar, þar á meðal verslunarkerfið.
Með því að nota vefsíðu Skakkaturns samþykkir þú notkun á vafrakökum.
Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á www.AboutCookies.org. Möguleikar þínir á notkun vefsíðu Skakkaturns gætu takmarkast við slíkar breytingar.