Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hvað skal gera áður en tæki er sent á verkstæði Epli

Til að spara tíma skaltu fylgja þessum skrefum áður en þú sendir tæki til okkar.

Áður en þú sendir iPhone, iPad, iPod touch eða Apple Watch til Epli

Áður en þú sendir tækið þitt til okkar, eða ferð með það til endursöluaðila sem sendir tækið áfram til okkar, skaltu fylgja þessum skrefum. Ef tækið kveikir ekki á sér, eða svarar ekki snertingu, skaltu klára öll þau skref sem þú getur:

Nú ætti tækið þitt að vera tilbúið til innsendingar eða móttöku hjá endursöluaðila.   

Áður en þú sendir Mac til Epli

Áður en þú sendir tækið þitt til okkar, eða ferð með það til endursöluaðila sem sendir tækið áfram til okkar, skaltu fylgja þessum skrefum. Ef tækið kveikir ekki á sér, eða svarar ekki snertingu, skaltu klára öll þau skref sem þú getur:

Nú ætti tækið þitt að vera tilbúið til innsendingar eða móttöku hjá endursöluaðila.

Áður en þú sendir annað tæki á verkstæði Epli

Áður en þú sendir tækið þitt til okkar, eða ferð með það til endursöluaðila sem sendir tækið áfram til okkar, skaltu fylgja þessum skrefum:

  • Fjarlægðu öll hulstur og/eða filmur. Ekki senda kapal og hleðslutæki nema þig grunar að vandinn sé tengdur því.
  • Ef um Apple TV er að ræða skaltu senda fjarstýringuna með.
  • Ef um AirPods er að ræða skaltu senda bæði eyrun og hleðsluboxið.
  • Fylltu út og prentaðu fylgiblað tækisins.

Nú ætti tækið þitt að vera tilbúið til innsendingar eða móttöku hjá endursöluaðila.

Utanáskrift fyrir póst

Verkstæði Epli
Laugavegi 182,
105 Reykjavík

*Ef þú nærð ekki að slökkva á Find My Device getur Epli ekki þjónustað tækið þitt. Þessi regla kemur frá Apple og er ætlað að koma í veg fyrir að þriðji aðili geti komið með tækið þitt inn í þjónustu án þinnar vitundar. Ef þú manst ekki Apple ID aðganginn þinn eða lykilorðið getur þú farið inn á iForgot hjá Apple.

Útgáfudagur: 17. mars 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: