Skilmálar verkstæðis
Komi bilun ekki fram við skoðun/bilanagreiningu á búnaði eða bilun fellur ekki undir ábyrgðarskilmála söluaðila áskilur Skakkiturn ehf. sér rétt til að rukka skoðunargjald samkvæmt gildandi gjaldskrá Skakkaturns ehf. hverju sinni. Ábyrgð gildir einungis fyrir vélbúnað. Í engum tilfellum er hægt að krefjast ábyrgðar á gögnum eða vegna uppsetninga.
Apple tæki
Í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að enduruppsetja hugbúnað á Apple tækjum til að sannreyna galla eða lagfæra bilun. Við enduruppsetningu, hverfa gögn sem kunna að hafa verið á viðkomandi tæki. Skakkiturn ehf undanskilur sig allri ábyrgð á gögnum sem kunna að tapast vegna enduruppsetningar og afleiddu tjóni sem leiða kann af bilun, svo sem endurvinnslu gagna, töpuðum hagnaði oþh. Eigendur/notendur búnaðar eru í öllum tilfellum ábyrgir fyrir öryggisafritun gagna.
Um ábyrgðarviðgerðir á búnaði keyptum af öðrum en Skakkiturni ehf. gildir eftirfarandi
Ábyrgðarskilmálar þessir gilda ekki um afhendingu á nýjum vörum í stað gallaðrar vöru sem seld hefur verið af öðrum aðilum en Skakkiturni ehf. Í þeim tilvikum sem Skakkiturn ehf. móttekur gallaðar vörur seldar og eða afhentar af öðrum en Skakkaturni ehf. skal það tekið fram að þá kemur Skakkiturn ehf. fram sem milliliður og er ekki samábyrgur upphaflegum seljanda. Í slíkum tilfellum ber Skakkiturn ehf. enga ábyrgð á hinni afhentu vöru og er ekki um sölu að ræða í skilningi laga nr. 48/2003 og eiga þau lög ekki við. Ábyrðarskilmálar þessir rýra ekki eða takmarka rétt neytenda til að krefja upphaflegan seljanda um nýja afhendingu á grundvelli samningssambands þeirra á milli.
Athugið
Rétt er að minna á að þegar óskað er eftir ábyrgðarþjónustu áskilur Epli sér rétt til að krefjast framvísunar á frumriti reiknings fyrir kaupum á búnaðinum, enda er reikningur fyrir kaupum ígildi ábyrgðarskírteinis.
Um Apple ábyrgð
Apple veitir 3ja mánaða ábyrgð á útskiptum vörum og varahlutum. Við ábyrgarútskipti yfirfærist eftirlifandi ábyrgð upphaflega keyptu vörunnar á þá sem afhent er en skal þó aldrei vera minni en 3 mánuðir. Skakkiturn ehf. afsalar sér allri ábyrgð hafi tæki verið opnað eða við það átt án sambykkis eða yfirumsjónar Skakkaturns ehf., þar með talið ef að tæki hefur verið aflæst (frá upphaflegum söluaðila). Ábyrgð fellur einnig niður ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar sem og ef að tæki telst högg- eða rakatjónað á einhvern hátt. Komi til útskipta vöru, þá er einungis um að ræða nákvæmlega eins vöru og upphaflega fór frá framleiðanda.
Sé hlutur ekki sóttur
Þegar viðgerð er lokið er sendur tölvupóstur/sms skv. uppgefnum upplýsingum. Hafi hlutur ekki verið sóttur 10 virkum dögum eftir að viðgerð er lokið leggst á geymslugjald skv. gildandi verðskrá Skakkaturns ehf. Hafi ekki verið gengið frá greiðslu innan 90 daga frá lokum viðgerðar áskilur Skakkiturn ehf. sér rétt til þess að selja hlutinn fyrir viðgerða- og geymslukostnaði skv. lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup.
Ágreiningur
Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.
Fyrirtækisupplýsingar
Epli
Skakkiturn ehf.
Laugavegi 182 105 Reykjavík
Sími: 512 1300
Kennitala: 670308-2430
VSK númer: 99692
Gildistími
Skilmálar gilda frá 7. desember 2023