Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hvernig á að endursetja SMC á Mac tölvu

Að endursetja SMC getur leyst vanda tengdan afli, rafhlöðu og annara eiginleika.

Þessi grein á aðeins við um Mac tölvur með Intel örgjöva. Ef þú átt Mac með Apple silicon, er nóg að hún sé tengd við rafmagn og endurræsa hana. Þú getur sleppt skrefunum hér að neðan. 

SMC hefur umsjón með eftirfarandi eiginleikum, ef þú átt í vanda með eitthvert þeirra gætir þú þurft að endursetja SMC.

  • Afl, þar á meðal aflrofinn og afl til USB tengja
  • Rafhlaða og hleðsla
  • Viftur og önnur hitaumsjón
  • Merki eða skynjarar eins og stöðuljós (svefnstaða, hleðslustaða og annað), nemi fyrir óvænta hreyfingu, umhverfisljósneminn og baklýsing lyklaborðs
  • Hegðun við að opna og loka fartölvu

Endursetja SMC á Mac með T2 flögu

Ef tölvan þín er með Apple T2 öryggisflöguna skaltu fylgja þessum skrefum.

Fartölvur með T2 flögu

Áður en þú endursetur SMC skaltu prófa eftirfarandi:

  • Slökktu á tölvunni.
  • Ýttu á og haltu niðri aflrofanum í 10 sekúndur.
  • Bíddu nokkrar sekúndur og ýttu svo á aflrofann til að kveikja á tölvunni.

 

Ef vandinn er enn til staðar skaltu fylgja eftirfarandi skrefum til að endursetja SMC:

  • Slökktu á tölvunni.
  • Haltu niðri eftirfarandi lyklum á innbyggða lyklaborði tölvunnar. Tölvan gæti kveikt á sér.

    Control  vinstramegin á lyklaborðinu
    Option (alt)  vinstramegin á lyklaborðinu
    Shift  hægramegin á lyklaborðinu

  • Haltu öllum þremur lyklunum niðri í 7 sekúndur og haltu svo afltakkanum niðri að auki. Ef kveikt er á tölvuni mun slokkna á henni á meðan þú heldur lyklunum niðri.

  • Haltu öllum fjórum lyklum niðri í 7 sekúndur í viðbót, slepptu þeim svo.
  • Bíddu nokkrar sekúndur og ýttu svo á aflrofann til að kveikja á tölvunni.

Borðtölvur með T2 flögu

  • Slökktu á tölvunni og taktu hana svo úr sambandi við rafmagn.
  • Bíddu 15 sekúndur og tengdu hana svo aftur við rafmagn.
  • Bíddu í 5 sekúndur til viðbótar og kveiktu svo á vélinni með aflrofanum.

Endursetja SMC á öðrum tölvum

Ef tölvan þín er ekki með Apple T2 öryggisflögu skaltu fylgja þessum skrefum.

Fartölvur með rafhlöðu sem ekki er hægt að fjarlægja

Þetta á við um allar MacBook Air gerðir, sem og MacBook og MacBook Pro gerðir framleiddar frá miðju ári 2009 og seinna, að MacBook (13'' - mitt ár 2009) undanskilinni.

  • Slökktu á tölvunni.
  • Haltu niðri eftirfarandi lyklum á innbyggða lyklaborði tölvunnar.

    Shift  vinstramegin á lyklaborðinu
    Control  vinstramegin á lyklaborðinu
    Option (alt)  vinstramegin á lyklaborðinu

  • Haltu öllum þremur lyklunum niðri og bættu svo afltakkanum við að auki.




  • Haltu öllum fjórum lyklum niðri í 10 sekúndur.
  • Slepptu öllum lyklum og ýttu svo á aflrofann til að kveikja á tölvunni.

Fartölvur með rafhlöðu sem hægt er að fjarlægja

Þetta á við um allar MacBook og MacBook Pro gerðir sem framleiddar vour snemma árs 2009 og fyrr, sem og MacBook (13'' - mitt ár 2009).

  • Slökktu á tölvunni.
  • Fjarlægðu rafhlöðuna. (Ef þú átt í vandræðum með að fjarlægja rafhlöðuna getur þú komið á verkstæði Epli og fengið aðstoð).
  • Ýttu á og haltu niðri aflrofanum í 5 sekúndur.
  • Settu rafhlöðuna aftur í.
  • Ýttu á aflrofann til að keikja á tölvunni.

Borðtölvur

  • Slökktu á tölvunni og taktu hana svo úr sambandi við rafmagn.
  • Bíddu 15 sekúndur og tengdu hana svo aftur við rafmagn.
  • Bíddu í 5 sekúndur til viðbótar og kveiktu svo á vélinni með aflrofanum.

Frekari upplýsingar

Útgáfudagur: 27. janúar 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: