Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hvernig á að bæta við og fjarlægja tölvupóstföng í Mail forritinu á Mac

Notaðu Mail forritið til að senda, taka á móti og hafa umsjón með tölvupósti fyrir alla aðgangana þína á einum stað.

Bæta við tölvupóstfangi

  • Mail gæti beðið þig um að setja inn tölvupóstfang í fyrsta sinn sem þú opnar forritið. Veldu aðgangstegund - ef þú sérð ekki tegund sem á við skaltu velja Other Mail Account... - fylltu svo inn aðgangsupplýsingarnar þínar; fullt nafn, tölvupóstfang og lykilorð.
  • Tölvupóstföng frá íslenskum þjónustuaðilum nota yfirleitt Other Mail Account, t.d. Vodafone og Síminn.

  • Ef þú hefur þegar sett upp tölvupóstfang getur þú samt bætt við fleirum. Með Mail forritið opið skaltu fara í Mail > Add Account, veldu aðgangstegund og fylltu inn upplýsingarnar. Gakktu úr skugga um að Mail hakið sé valið fyrir aðganginn.
  • Ef þú ert að nota aðgang á Mac fyrir önnur forrit eins og Contacts, Messages eða Calendar, getur þú líka notað hann með Mail. Í Mail, veldu Mail > Accounts til að opna Internet Accounts preferences, veldu aðgagninn í hliðarvalmyndinni og hakaðu svo við Mail til hægri.

Hver er munurinn á POP og IMAP?

POP3 virkar þannig að póstur er færður af póstþjóninum yfir á tölvuna og því ekki hægt að nálgast hann lengur í vefpósti þjónustuaðila eða öðrum tækjum.

IMAP afritar hins vegar póst af póstþjóninum og því er alltaf hægt að nálgast þann póst áfram í vefpósti þjónustuaðila eða í öðrum tækjum sem stillt eru á IMAP. Í flestum tilfellum er því mælt með því að nota IMAP.

Stillingar fyrir Vodafone tölvupóst*

Vodafone býður bæði upp á POP og IMAP.
Vodafone mælir með IMAP.

  • Email Address: Netfangið þitt
  • User Name: Netfangið þitt
  • Passwords: Lykilorðið þitt
  • Account Type: IMAP
  • Incoming Mail Server: mail.internet.is
  • Outgoing Mail Server: mail.internet.is

Leiðbeiningar frá Vodafone

Stillingar fyrir Símnet tölvupóst*

Síminn býður bæði upp á POP og IMAP.
Síminn mælir með IMAP.

  • Email Address: Netfangið þitt
  • User Name: Netfangið þitt
  • Passwords: Lykilorðið þitt
  • Account Type: IMAP
  • Incoming Mail Server: postur.simnet.is
  • Outgoing Mail Server: postur.simnet.is

Leiðbeiningar frá Símanum

Hætta að nota tölvupóstfang tímabundið

  • Í Mail forritinu veldu Mail > Accounts.
  • Veldu aðgagninn og afhakaðu við Mail.
    Nú koma tölvupóstarnir ekki fram í Mail.

Til að nota aðgagninn á ný þarf bara að fara sömu leið og haka við Mail; tölvupóstarnir birtast aftur í Mail og þeir sem þegar var búið að ná í af póstþjóninum þarf ekki að sækja aftur.

Fjarlægja tölvupóstfang úr Mail

Þegar þú fjarlægir tölvupóstfang úr Mail mun tölvupóstinum vera eytt af tölvunni. Afrit af tölvupóstum gætu þó haldist á póstþjóninum, t.d. vefpóstinum, ef notast var við IMAP, ef notast var við POP þá hverfa tölupóstarnir endanlega.

Athugið: Ef þú ert ekki viss hvort þeir tölvupóstar sem þú vilt halda séu enn á póstþjóninum getur þú fært eða afritað þá á annað tölvupósthólf á tölvunni þinni. Pósthólfið (e. mailbox) kemur fram undir On My Mac í hliðarvalmynd Mail forritsins. Hvern tölvupóst er hægt að draga yfir í annað pósthólf.

  • Í Mail veldu Mail > Preferences og svo Accounts.
  • Veldu aðganginn sem á að eyða og smelltu svo á (-) takkann.

Frekari upplýsingar

*Athygli er vakin á því að þessar upplýsingar eru eingögnu til leiðbeiningar fyrir okkar viðskiptavini. Epli.is ber enga ábyrgð á því að upplýsingarnar séu réttar. Ef upp koma vandamál við uppsetningu á tölvupósti skal ávalt haft samband við þjónustuaðila tölvupóstsins.

Útgáfudagur: 18. mars 2020

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: