Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hvað gera skal áður en Mac tölva er seld, gefin eða tekin upp í nýja

Áður en Mac tölva er látin frá sér ætti að gera viðeigandi ráðstafanir.

Ertu að færa þig yfir á nýjan Mac?

Lærðu hvernig á að færa gögn yfir á nýjan Mac. Gerðu þetta áður en þú hreinsar harða drifið eða fylgir öðrum skrefum hér að neðan.   

Taktu afrit af gögnum

Gakktu úr skugga um að þú eigir nýlegt afrit af mikilvægum skjölum og gögnum. Hér eru leiðbeiningar fyrir gagnaafrit í macOS. Ef þú ert með macOS Catalina getur þú sleppt skrefinu um að skrá þig út úr iTunes.

Skráðu þig út úr iTunes í macOS Mojave eða eldri útgáfum

Opnaðu iTunes. Veldu Account > Authorizations > Deauthorize This Computer frá tækjastikunni efst á skjánum, eða efst í iTunes glugganum.

Skráðu inn Apple ID og lykilorð þegar beðið er um það. Smelltu svo á Deauthorize.

Lærðu meira um hvað það þýðir að afturkalla umboð tölvu í iTunes, þar með talið hvernig hægt er að afturkalla umboð allra tölva sem þú hefur notað með iTunes.

Skráðu þig út af iCloud

Farðu í Apple valmyndina > System Preferences og veldu Apple ID. Veldu iCloud í hliðarvalmyndinni og smelltu svo á Turn off Find My Mac. Veldu svo Overview í hliðarvalmyndinni og smelltu á Sign Out.

Ef þú ert með macOS Mojave eða eldri útgáfu skaltu fara í Apple valmyndina > System Preferences, veldu iCloud og smelltu á Sign Out.

Gluggi kemur á skjáinn og spyr hvort þú viljir halda eftir gögnum sem kyrast við iCloud í tölvunni. Þar sem þú ert að fara að hreinsa harða drifið hvort eða er, getur þú valið Keep a Copy þar sem það er fljótlegra.

Gögnin þín verða áfram í iCloud og öðrum tækjum sem þú ert með tengd við Apple ID aðganginn eftir að þú skráir þig út.

Skráðu þig út af iMessage

Skráðu þig út af iMessage ef þú ert að nota OS X Mountain Lion eða nýrri útgáfu.

Í Messages forritinu, farðu í Messages > Preferences, veldu iMessage, smelltu á Sign Out.

Ef þú ætlar að halda eftir Bluetooth tækjum skaltu afpara þau (valkvætt)

Ef þú átt Bluetooth tæki - líkt og lyklaborð, mús eða snertimús (e. trackpad) - pöruð við Mac tölvuna, og þú ætlar að eiga þessi tæki áfram, getur þú afparað þau við tölvuna. Þetta valkvæða skref kemur í veg fyrir óþægindi ef tölvan og Bluetooth tækin verða í eigu mismunandi aðila en haldast innan Bluetooth sviðs.

Ef þú ert að afpara iMac, Mac mini eða Mac Pro munt þú þurfa að hafa lyklaborð og mús tengd við tölvuna til að klára þessi skref.

Til að afpara Bluetooth tækin þín skaltu fara í Apple valmyndina > System Preferences > Bluetooth. Færðu bendilinn yfir tækið sem þú ætlar að afpara, smelltu svo á (x) takkann við nafn tækisins. Sprettigluggi spyr hvort þú sért viss, smelltu á Remove.

Hreinsaðu harða drifið og settu upp macOS að nýju

Besta leiðin til að endurstilla Mac á verksmiðjustillingar er að hreinsa harða drifið og setja macOS upp að nýju.

Eftir að uppsetningunni er lokið mun tölvan endurræsa sig á Welcome skjá og biðja þig um að velja land eða landsvæði. Ef þú vilt halda tölvunni eins og hún sé ónotuð skaltu ekki halda uppsetningu áfram. Ýttu á Command-Q til að slökkva á tölvunni. Þegar nýji eigandinn kveikir á tölvunni mun setup assistant leiða hann í gegnum uppsetninguna.

Frekari upplýsingar

Óháð gerð og ástandi vélarinnar er hægt að gera eitthvað gott úr henni fyrir þig og fyrir plánetuna okkar. Skoðaðu hvernig verslanir okkar taka gömul tæki upp í ný og endurnýta tölvuna þína með uppítöku.

Útgáfudagur 18. október 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: