Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Endurstilla NVRAM eða PRAM á Mac tölvu

Ef Mac tölvan þín á í vanda tengdum stillingum sem geymdar eru í NVRAM eða PRAM.

Þessi grein á aðeins við um Mac tölvur með Intel örgjörva. Hún á ekki við um Mac tölvur með Apple silicon, og er ekki þörf á henni fyrir þær tölvur.

NVRAM (nonvolatile random-access memory) er lítið minni sem Mac notar til að geyma ákveðnar stillingar og hefur hraðan aðgang að. PRAM (Parameter RAM) geymir svipaðar upplýsingar, og skrefin til að endursetja NVRAM og PRAM eru þau sömu.

Stillingar sem hægt er að geyma í NVRAM eru t.d. hljóðstyrkur, skjáupplausn, val á ræsidisk, tímabelti og nýlegar upplýsingar um villur í kjarna (e. kernel panic). Stillingarnar sem geymdar eru í NVRAM fara eftir Mac tölvunni þinni og þeim tækjum sem þú notar með henni.

Ef þú upplifir vanda tengdan þessum stillingum eða annara gæti hjálpað að endursetja NVRAM. Til dæmis ef tölvan ræsir sig upp á öðrum disk en valinn er í Startup Disk preferences eða mappa með spurningamerki birtist í augnablik áður en tölvan ræsir sig upp.

Endursetja NVRAM

Option keyplusCommand keyplusP keyplusR key

Slökktu á tölvunni, kveiktu svo aftur á henni og haltu strax niðri þessum fjórum lyklum: Option, Command, P og R. Þú getur sleppt tökkunum eftir um það bil 20 sekúndur, tölvan gæti virkað eins og hún endurræsi sér á meðan.

  • Á Mac tölvum sem spila ræsihljóð getur þú sleppt lyklunum eftir seinna ræsihljóðið.
  • Á Mac tölvum sem eru með T2 öryggisflögu getur þú sleppt lyklunum eftir að Apple merkið birtist og hverfur í annað sinn.

    Ef Mac tölvan er með vélbúnaðarlykilorði (e. firmware password) mun þessi samsetning lykla ekki gera neitt og tölvan mun ræsa sig upp í macOS Recovery. Til að endurstilla NVRAM þarftu að slökkva á vélbúnaðarlykilorðinu fyrst.

Eftir að tölvan ræsir sig upp gætir þú viljað opna System Preferences og fínpússa þær stillingar sem voru endursettar, svo sem hljóðstyrk, skjáupplausn, ræsidisk eða tímabelti.

Frekari upplýsingar

  • Ef þú ert með borðtölvu (iMac, Mac mini eða Mac Pro) og stillingar sem minnst var á hér að ofan endurstillast í hvert sinn sem þú slekkur á og tekur tölvuna úr sambandi, gætir þú þurft að skipta um rafhlöðuna inni í tölvunni. Þetta er lítil rafhlaða á móðurborði tölvunnar, en hún aðstoðar NVRAM við að halda ákveðnum stillingum þegar tölvan er tekin úr sambandi. Þú getur komið með tölvuna á verkstæði Epli til að skipta um rafhlöðuna.
  • Ef þú upplifir vanda við að svæfa, vekja, afl, hlaða Mac fartölvu eða önnur afltengd einkenni, gætir þú þurft að endursetja SMC (System Managment Controller).

Útgáfudagur: 8. nóvember 2018

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: