Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hvernig á að hreinsa disk á Intel Mac tölvu

Þessi grein á aðeins við um Mac tölvur með Intel örgjöva. Ef þú átt Mac með Apple silicon skaltu fylgja skrefunum til að hreinsa diska á Apple silicon tölvu.

Áður en þú byrjar

  1. Ef þú ætlar að endurstilla tölvuna á verksmiðjustillingar, til dæmis til að undirbúa hana fyrir nýjan eiganda, lærðu þá hvað skal gera áður en Mac tölva er seld, gefin eða tekin upp í nýja.
  2. Ef þú ert með macOS Monterey á Mac með Apple T2 Security Chip, skaltu fylgja skrefunum til að eyða öllum gögnum og stillingum í staðinn.
  3. Taktu afrit af þeim skjölum og gögnum sem þú ætlar að eiga. Hreinsun eyðir öllum gögnum endanlega.

Notaðu Disk Utility til að hreinsa gögnin af tölvunni

  1. Ræstu upp í macOS Recovery: Kveiktu á tölvunni og ýttu strax á og haltu niðri þessum lyklum þar til þú sérð Apple logo eða aðra mynd: Command (⌘) og R.
  2. Sláðu inn umbeðið lykilorð til að halda áfram ef þess er þörf.
  3. Veldu Disk Utility og smelltu á Continue.
    macOS Recovery utilities window with Disk Utility selected
  4. Veldu Macintosh HD í hliðarvalmyndinni í Disk Utility. Sérðu ekki Macintosh HD?
  5. Ýttu á Erase takkann í tækjastikunni efst í glugganum og skráðu inn eftirfarandi:
    1. Name: Macintosh HD
    2. Format: APFS eða Mac OS Extended (Journaled), eins og Disk Utility mælir með.
  6. Smelltu á Erase, annars Erase Volume Group takkann ef hann er í boði.
    Disk Utility window showing Erase volume group confirmation
  7. Skráðu inn Apple ID ef beðið er um það. Gleymt Apple ID?
  8. Eftir að hreinsun lýkur skaltu velja öll undir volume á disknum og eyða þeim með því að ýta á delete volume (–) takkann á tækjastikunni.
    Ekki eyða Macintosh HD eða Macintosh HD - Data, eða volume sem koma upp í External og Disk Images hluta hliðarvalmyndarinnar.
  9. Ýttu á Command (⌘) og Q til að loka Disk Utility.
  10. Veldu Reinstall macOS ef þú vilt geta ræst tölvuna aftur upp með disknum sem þú varst að hreinsa, ýttu svo á Continue og fylgdu skrefunum á skjánum til að setja upp macOS að nýju.

Ef þú sérð ekki Macintosh HD í Disk Utility

Innbyggði ræsidiskurinn ætti að vera efst í hliðarvalmyndinni í Disk Utility sidebar. Hann heitir Macintosh HD, nema ef nafninu hafi verið breytt. Ef þú sérð hann ekki skaltu opna Apple valmyndina  > Shut Down, taktu svo öll tæki úr sambandi sem ekki er þörf á og reyndu aftur.
Ef diskurinn kemur ekki upp í Disk Utility, eða þú færð villumeldingu um að hreinsun hafi misheppnast, gætir þú þurft að koma með tölvuna á verkstæði. Ef þú þarft aðstoð hafðu samband við verkstæði eða Apple Support.

Skoðaðu Disk Utility notandahandbókina fyrir frekari upplýsingar.

Fyrirmynd sótt af vef Apple 11. desember 2024

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: