Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Flytja gögn frá Windows yfir á Mac

Migration Assistant flytur (afritar) tengiliði, dagatal, tölvupóst og fleira frá Windows tölvunni þinni yfir á réttan stað á Mac.

Undirbúðu Mac og PC tölvurnar

  • Á Mac: settu inn nýjustu macOS uppfærslurnar.

  • Á Windows tölvunni: settu inn nýjustu Windows uppfærslurnar.

  • Á báðum tölvum: ef þú ert með vírusvörn, eldvegg eða VPN tengingu, slökktu á því þar til gagnaflutningi er lokið.

  • Á báðum tölvum: gakktu úr skugga um að kveikt sé á Wi-Fi. Ef Mac-tölvan er á macOS Sonoma eða nýrri útgáfu ætti það að duga til að leyfa Migration Assistant að flytja gögnin þráðlaust. Ef ekki þarftu að tengja báðar tölvur við sama Wi-Fi, eða tengja þær beint saman með Ethernet snúru.

Ef eldri Windows tölva styður ekki Bluetooth Low Energy, gæti Migration Assistant sagt að þörf sé á Bluetooth Low Energy breytistykki til að halda áfram. Hægt er að fá USB Bluetooth breytistykki í mörgum verslunum.

Notaðu Migration Assistant til að tengja tölvurnar

Finndu út hvaða útgáfu macOS Mac-tölvan er á og fylgdu svo viðeigandi skrefum.

Ef Mac er á macOS Sonoma 14.4 eða nýrri

  1. Á Windows tölvunni: náðu í og settu upp Windows Migration Assistant 3. Aðeins nota þessa útgáfu ef Mac tölvan er á macOS Sonoma 14.4 eða nýrri. Ef hún er það ekki, fylgdu þá skrefunum fyrir macOS Sonoma 14.3.1 eða eldri hér að neðan, það krefst eldri útgáfu af Windows Migration Assistant.

  2. Á Mac: opnaðu Migration Assistant úr Utilities möppunni í Applications möppunni. Til að opna Utilities möppuna beint getur þú valið Go > Utilities úr valmyndinni efst á skjánum þegar Finder er opinn. Eða notað Spotlight til að leita að Migration Assistant.

  3. Á Mac: fylgdu skrefunum á skjánum þar til þú færð spurningu um hvernig þú vilt flytja gögnin þín yfir. Veldu "From a Windows PC," og smelltu á Continue:

    Migration Assistant on Mac: Transfer "From a Windows PC"
  4. Þegar Mac sýnir kóða og biður þig um að slá hann inn á Windows tölævuna, opnaðu Windows Migration Assistant á Windows tölvunni.

  5. Á Windows tölvunni: fylgdu skrefunum á skjánum þar til beðið er um kóðann sem birtist á Mac tölvunni. Sláðu inn kóðann og smelltu á Continue:

    Migration Assistant on PC: Enter Code
  6. Migration Assistant hefst þá handa við að tengjast Mac tölvunni:

    Migration Assistant on PC: Looking for Mac...
  7. Eftir að Migration Assistant kemur á tengingu skaltu fylgja skrefunum hér að neðan um hvernig þú flytur gögnin yfir.

Ef Mac er á macOS Sonoma 14.3.1 eða eldra

  1. Á Windows tölvunni: náðu í og settu upp viðeigandi útgáfu Windows Migration Assistant:

    Windows Migration Assistant 2.4.5.0 fyrir macOS Monterey, macOS Ventura, eða macOS Sonoma til og með útgáfu 14.3.1
    Windows Migration Assistant 2.3.1.0 fyrir macOS Big Sur
    Windows Migration Assistant 2.2.0.1 fyrir macOS Catalina eða macOS Mojave
    Windows Migration Assistant 2.1.2.0 fyrir macOS High Sierra eða macOS Sierra
    Windows Migration Assistant 1.0.5.7 fyrir OS X El Capitan eða eldra

  2. Á Windows tölvunni: opnaðu Windows Migration Assistant og fylgdu skrefunum á skjánum þar til Migration Assistant hefst handa við að tengjast Mac tölvunni:

    Migration Assistant on PC: Looking for Mac...
  3. Á Mac: opnaðu Migration Assistant úr Utilities möppunni í Applications möppunni. Til að opna Utilities möppuna beint getur þú valið Go > Utilities úr valmyndinni efst á skjánum þegar Finder er opinn. Eða notað Spotlight til að leita að Migration Assistant.

  4. Á Mac: fylgdu skrefunum á skjánum þar til þú færð spurningu um hvernig þú vilt flytja gögnin þín yfir. Veldu "From a Windows PC," og smelltu á Continue:

    Migration Assistant on Mac: From a Windows PC
  5. Á Mac: veldu táknið sem táknaðr Windows tölvuna þína og smelltu á Continue:

    Migration Assistant on PC: Transfer information to this Mac
  6. Gakktu úr skugga um að báðar tölvurnar sýni sama Passcode og smelltu svo á Continue á Windows tölvunni:

    Migration Assistant on PC: Verify Passcode
  7. Eftir að Migration Assistant kemur á tengingu skaltu fylgja skrefunum hér að neðan um hvernig þú flytur gögnin yfir.

Notaðu Migration Assistant til að flytja gögnin

  1. Eftir að tenging er komin á mun Migration Assistant yfirfara gögnin á Windows tölvunni og reikna út hve mikið pláss hver flokkur gagna þarf. Þetta gæti tekið nokkrar mínútur. Þegar yfirferðinni lýkur gætir þú þurft að skrolla niður til að sjá allan listann.

    Migration Assistant on Mac: Select information to transfer
  2. Smelltu á Continue til að hefja gagnaflutninginn. Það gæti tekið allt að nokkrar klukkustundir að flytja mikið magn gagna, og flutningurinn gæti virst stoppa annað slagið. Sniðugt er að setja flutninginn í gang að kvöldi og leifa honum að klárast yfir nótt.

  3. Þegar flutningnum lýkur skaltu loka Migration Assistant á báðum tölvu og skrá þig svo inn á nýja aðganginn á Mac tölvunni til að sjá gögnin. Aðgangurinn notar sama nafn og var á Windows tölvunni.

  4. Veittu Mac aðgang að kaupum með Apple Account. Það er mikilvægt að gera þetta áður en þú keyrir saman eða spilar efni sem þú hefur sótt frá Apple.

Ef þú þarft að flytja gögn frá öðrum Windows notanda þá skaltu skrá þig inn á Windows tölvunni sem sá notandi og endurtaka skrefin hér að ofan til að tengja tölvurnar aftur, og flytja gögn.

Hvað er flutt, og hvert?

  • Flutt í Mail appið: Tölvupóstur og tölvupóststillingar úr Outlook og Windows Mail.

  • Flutt í Contacts appið: Tengiliðir úr People forritinu (Windows 10 og nýrra), Outlook og Contacts möppunni.

  • Flutt í Calendar appið: Viðburðir úr Calendar forritinu (Windows 10 og nýrra) og Outlook.

  • Flutt í Reminders appið: Verkefni úr Outlook. Krefst flutnings yfir á Mac með macOS Ventura eða nýrri.

  • Flutt í Music appið, Podcasts appið, Books appið og TV appið: tónlist, hlaðvörp, hljóðbækur og kvikmyndir/sjónvarpsþættir.

  • Flutt í Safari: Upphafssíða og bókamerki úr Chrome, Edge, Firefox, Internet Explorer og Safari.

  • Flutt í System Settings eða System Preferences: Skjáborðsmynd, tungumálastillingar og staðsetningarstillingar. Ef Mac er á macOS Ventura eða nýrri, eru þekkt Wi-Fi net einnig flutt yfir.

  • Flutt í home möppuna: Skjöl og annað úr notandamöppunni á Windows. Og myndir, sem þú getur handvirkt flutt inn í Photos appið, eða leyft Photos að leita að myndum á tölvunni til að flytja inn.

  • Flutt í Shared möppuna í home möppunni: Skjöl sem ekki tengjast stýrikerfinu, af C drifinu og öðrum drifum. Krefst þess að notað er Migration Assistant með notanda sem skráður er stjórnandi tölvunnar.

Ef flutningurinn misheppnast

Gakktu úr skugga um að þú hafir sett inn nýjustu uppfærslur á macOS á Mac tölvunni og nýjustu Windows uppfærslur á PC tölvunni. Gakktu svo úr skugga um að þú sért að nota rétta útgáfu Windows Migration Assistant.

Ef þú ert með vírusvörn, eldvegg eða VPN tengingu, skaltu slökkva á því áður en þú notar Migration Assistant.

Notaðu check disk (chkdsk) utility á PC til að athuga með vandamál sem gætu komið í veg fyrir gagnaflutning:

  1. Hægri-smelltu á Start takkann og veldu svo Run.

  2. sláðu inn cmd og ýttu á Enter. Command Prompt opnast.

  3. Sláðu inn chkdsk og ýttu á Enter.

  4. Ef vandamál finnst, skaltu slá inn chkdsk drive: /F, þar sem orðið drive istendur fyrir bókstafnum sem Windows ræsir upp af, eins og C.

  5. Ýttu á Enter.

  6. Ýttu á Y til að staðfesta og endurræstu svo tölvuna.

  7. Endurtaktu þessi skref þar til check disk utility finnur engin vandamál. Ef check disk utility nær ekki að laga öll vandamálin sem finnast, gætir þú þurft að fara með Windows tölvuna í viðgerð áður en hægt er að flytja gögnin þín yfir.

Ef þú nærð ekki að leysa vandann getur þú notað flakkara eða skráardeilingu til að afrita mikilvæg skjöl af Windows tölvunni yfir á Mac.

Frekari fróðleikur

Þú getur einnig flutt gögn af öðrum Mac, úr Time Machine afriti af Mac, eða frá iPhone.

Fyrirmynd greinar sótt á vef Apple 6. febrúar 2025

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: