Leiðbeiningar fyrir Mac

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hraðhleðsla á MacBook Air og MacBook Pro

Þú getur hraðhlaðið MacBook Air sem kynnt var árið 2022 eða síðar og 14 og 16 tommu MacBook Pro kynntar árið 2021 eða síðar, um allt að 50 prósent hleðslu á um það bil 30 mínútum. Lærðu hvaða straumbreytir, snúrur og skjáir geta hraðhlaðið MacBook.

Þegar þú tengir viðeigandi aflgjafa og snúru við samhæfan Mac getur þú hlaðið rafhlöðuna þína í allt að 50 prósent á um það bil 30 mínútum.

Ef þú ert ekki viss um hvaða Mac fartölvu þú átt, kynntu þér þá hvernig þú getur borið kennsl á MacBook Air eða MacBook Pro.

MacBook Air (2022 eða seinna)

Á MacBook Air getur þú notað hraðhleðslu með eftirfarandi samsetningum:

  • 140W USB-C Power Adapter + USB-C í MagSafe 3 Cable eða USB-C charge cable

  • 96W USB-C Power Adapter + USB-C í MagSafe 3 Cable eða USB-C charge cable

  • 70W USB-C Power Adapter + USB-C í MagSafe 3 Cable eða USB-C charge cable

  • 67W USB-C Power Adapter + USB-C í MagSafe 3 Cable eða USB-C charge cable (aðeins 13,6")

  • Apple Studio Display + Thunderbolt cable

  • Apple Pro Display XDR + Thunderbolt 3 cable

  • Skjár frá öðrum framleiðanda en Apple sem getur skilað 85W + Thunderbolt 3 cable eða USB-C cable

14" MacBook Pro (2021 eða seinna)

Á 14" MacBook Pro getur þú notað hraðhleðslu með eftirfarandi samsetningum:

  • 140W USB-C Power Adapter + USB-C í MagSafe 3 Cable eða USB-C charge cable

  • 96W USB-C Power Adapter + USB-C í MagSafe 3 Cable eða USB-C charge cable

  • Apple Studio Display + Thunderbolt cable

  • Apple Pro Display XDR + Thunderbolt 3 cable

  • Skjár frá öðrum framleiðanda en Apple sem getur skilað 94W + Thunderbolt 3 cable eða USB-C cable

16" MacBook Pro (2021 eða seinna)

Á MacBook Pro getur þú notað hraðhleðslu með eftirfarandi samsetningum:

  • 140W USB-C Power Adapter + USB-C í MagSafe 3 Cable

  • 140W USB-C Power Adapter + 240W USB-C Charge Cable fyrir MacBook Pro (16" Nóv 2023) eða seinna

Fyrirmynd greinar sótt á vef Apple 7. febrúar 2025

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: