Endurræsa iPhone
Ef síminn svarar ekki skipunum eða virkar ekki sem skildi, og þú getur ekki slökkt og kveikt aftur, prófaðu þá að endurræsa.
-
Ýttu snöggt á hækka takkann á vinstri hlið símans.
-
Ýttu snöggt á lækka takkann á vinstri hlið símans.
-
Haltu inni aflrofanum á hægri hlið símans.
-
Þegar Apple merkið birtist skaltu sleppa aflrofanum.
Ef iPhone endurræsir ekki eftir að þú hefur fylgt skrefunum að ofan, kítku þá á greinina Ef iPhone ræsir ekki eða er frosinn. Eða ef iPhone virkar ekki eins og við má búast eftir endurræsingu, kíktu þá á iPhone aðstoðarvef Apple.
Fyrirmynd greinar sótt á vef Apple 17. desember 2024