Hvernig hægt er að eyða öllum gögnum á tæki
Lærðu hvernig á að eyða öllum gögnum og setja tækið aftur á verksmiðjustillingar.
Ef þú þarft líka að hreinsa gögn af Apple Watch getur þú fylgt þessum skrefum til að aftengja tækin þín.
1. Taktu afrit af gögnum
Passaðu að taka afrit af gögnunum þínum svo þú getir endurheimt þau síðar.
2. Eyddu gögnunum af tækinu
Opnaður Settings > General > Transfer or Reset iPhone
Veldu svo Erase All Content and Settings.
3. Stimplaðu inn aðgangskóðann þinn (e. passcode) og/eða Apple Account lykilorðið þitt
Gleymdir þú láskóðanum eða Apple Account lykilorðinu?
4. Staðfestu að þú viljir eyða gögnunum af tækinu
Ef þú ert með eSIM getur þú valið um að halda því á símanum eða fjarlægja það. Ef þú velur að fjarlægja eSIM, þá gætir þú þurft að hafa samband við símfyrirtækið þitt til að virkja það að nýju.

5. Bíddu á meðan gögnunum er eytt
Það gæti tekið nokkrar mínútur að eyða gögnum og endurstilla tækið.
Ef þú getur ekki hreinsað gögnin
- Ef þú manst ekki aðgangskóðann eða tækið þitt er óvirkt (e. disabled), skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.
- Ef þú gleymir Screen Time kóðanum getur þú fylgt leiðbeiningum til að breyta honum.
Frekari aðstoð
Ef þú þarft á frekari aðstoð að halda getur þú fengið viðurkenndan tæknimann til að hjálpa þér samkvæmt gildandi verðskrá.
Fyrirmynd greinar sótt á vef Apple 3. febrúar 2025