Leiðbeiningar fyrir iPad

Leiðbeiningar fyrir iPad

Erfiðleikar með að uppfæra eða endurstilla iPhone, iPad eða iPod touch

Þú getur sett tækið þitt í recovery mode (áður DFU) og endurstillt það með tölvu.

Þú gætir þurft að nota recovery mode til að endurstilla (strauja) tækið þitt í eftirfarandi tilfellum:

  • Tölvan þín nemur ekki tækið þitt eða segir að það sé í recovery mode.
  • Ef tækið er fast á Apple merkinu í fleiri mínútur án þess að sýna framvindubraut (e. progress bar).
  • Þú sérð recovery mode á skjánum.
  • Eitthvað virkar ekki eins og það á að gera

Settu tækið þitt í recovery mode og settu upp nýtt stýrikerfi

  • Gakktu úr skugga um að makkinn þinn sé með nýjustu uppfærsluna.
    Ef þú ert að nota iTunes skaltu einnig ganga úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfuna.
  • Opnaðu Finder á Mac með macOS Catalina 10.15. Opnaðu iTunes á Mac með macOS Mojave 10.14 eða eldra, eða á tölvu með Windows stýrikerfi. Ef iTunes er þegar opið skaltu loka því og opna það aftur.
  • Hafðu tækið tengt við tölvuna og endurræstu það með þessum skrefum, ekki sleppa tökkunum þegar Apple merkið kemur, bíddu þar til recovery mode skjárinn kemur upp:
    • iPad með Face ID: Smelltu á hækka takkann. Smelltu á lækka takkann. Ýttu og haltu niðri afltakkanum efst á tækinu þar til tækið fer að endurræsa sig. Haltu takkanum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.
    • iPhone 8 og nýrri: Smelltu á hækka takkann. Smelltu á lækka takkann. Ýttu og haltu niðri afltakkanum á hlið tækisins þar til tækið fer að endurræsa sig. Haltu takkanum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.
    • iPhone 7, iPhone 7 Plus og iPod touch (7. kynslóð): Ýttu og haltu niðri bæði afltakkanum efst á tækinu (eða á hlið tækisins) og lækka takkanum þar til tækið fer að endurræsa sig.
      Haltu tökkunum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.
    • iPad með Home takka, iPhone 6s og eldri, og iPod touch (6. kynslóð) og eldri: Ýttu og haltu niðri bæði afltakkanum efst á tækinu (eða á hlið tækisins) og Home takkanum þar til tækið fer að endurræsa sig. Haltu tökkunum áfram niðri þar til tækið fer í recovery mode.

  • Finndu tækið á tölvunni þinni. Þegar þú sérð möguleikann á Restore eða Update, veldu Update. Tölvan þín mun nú reyna að setja upp nýjasta stýrikerfið fyrir tækið þitt án þess að eyða út gögnum af tækinu. Bíddu á meðan tölvan þín halar niður hugbúnaðinu fyrir tækið þitt. Ef niðurhalið tekur lengur en 15 mínútur og tækið þitt fer úr recovery mode, leyfðu niðurhalinu að klárast og endurtaktu svo skref 3.
  • Takist ekki að uppfæra tækið gætir þú þurft að endurstilla það í staðinn, fylgdu skrefunum hér að ofan og veldu svo Restore í stað Update.
    ATH! Endurstilling eyðir öllum gögnum af tækinu, þessi aðgerð er óafturkræf.

Fáðu frekari aðstoð

Ef þú getur ekki uppfært eða endurstillt tækið þitt með recovery mode, eða þú kemst ekki í recovery mode vegna skemmdra takka, getur þú fengið viðurkenndan tæknimann til að skoða tækið fyrir þig samkvæmt gildandi verðskrá hverju sinni, inni í skoðunargjaldi er enduruppsetning án gagna, gagnaafritun kostar aukalega samkvæmt verðskrá.

Útgáfudagur: 6. nóvember 2019

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: