Viðvörun um að app frá þriðja aðila innihaldi óværu og ekki sé hægt að opna appið
Ef upp kemur viðvörun á iPhone eða iPad um að app innihaldi óværu (e. malware) og ekki sé hægt að opna appið af þeim sökum ættir þú að eyða appinu úr tækinu þínu.
Tækið þitt kannar reglulega hvort öpp frá þriðja aðila (ekki Apple) innihaldi þekktar óværur. Ef óværa finnst í appi mun tækið koma í veg fyrir að hægt sé að opna það og birta viðvörun sem mælir með að þú eyðir appinu.
Ef þú vilt opna appið þrátt fyrir hættuna sem því fylgir, getur þú endurvirkjað það í Settings. Notkun á appi sem birtir viðvörun um óværu gæti valdið tækinu skemmdum eða lekið persónuupplýsingum.
Eyða appi með viðvörun um óværu
Ef kemur upp viðvörun á iPhone eða iPad um að app innihaldi óværu (e. malware) og ekki sé hægt að opna appið af þeim sökum ættir þú að eyða appinu. Ýttu á Delete App í viðvöruninni.
Þú getur einnig eytt appi beint af heima skjánum eða í App Library
Frekari upplýsingar
Þú getur opnað Settings til að fá ítarlegri upplýsingar um einstaka viðvaranir.
- Opnaðu Settings appið.
- Ýttu á eða veldu appið sem viðvörun kom um og sjáðu ítarlegri upplýsingar um viðvörunina.
Eftir að þú hefur skoðað upplýsingarnar getur þú ýtt á Delete App til að eyða appinu úr tækinu. Ef ný útgáfa af appinu er tiltæk, gætir þú séð möguleikann á að uppfæra eða sækja nýju útgáfuna.
Ef þú þarft nauðsynlega að nota appið tímabundið
Ef þú vilt opna appið þrátt fyrir hættuna sem því fylgir, getur þú endurvirkjað það í Settings. Notkun á appi sem birtir viðvörun um óværu gæti valdið tækinu skemmdum eða lekið persónuupplýsingum.
- Opnaðu Settings appið.
- Ýttu á eða veldu appið sem viðvörun kom um og sjáðu ítarlegri upplýsingar um viðvörunina.
- Ýttu á Re-Enable App.
- Ýttu aftur á Re-Enable App til að staðfesta að þú viljir nota appið þrátt fyrir hættuna sem því fylgir.
Birt: 5. mars 2024