Ef Apple TV fjarstýringin virkar ekki
Ef fjarstýringin virkar ekki sem skyldi getur þú fundið lausn hér.
Paraðu fjarstýringuna við Apple TV
Ef fjarstýringin virkar ekki eins og hún á að gera, prófaðu þá fyrst að para hana við Apple TV.
-
Beindu fjarstýringunni að Apple TV í c.a. 10 cm fjarlægð.
-
Haltu inni Back
(eða Menu) og hækka
í fimm sekúndur.
-
Leggðu fjarstýringuna ofan á Apple TV ef skilaboð birtast um það á skjánum til að klára pörun.
Ef þú getur ekki parað fjarstýringuna, skaltu ganga úr skugga um að Apple TV sé uppfært í nýjustu útgáfu tvOS. Þú getur notað Apple TV Remote á iPhone eða iPad til að stjórna Apple TV og kanna hvaða útgáfa tvOS er uppsett.
Kannaðu styrk merkisins á milli fjarstýringar og Apple TV
-
Opnaðu Settings > Remotes and Devices > Remote á Apple TV með tvOS 18.
-
Lestu gildi styrks merkisins frá fjarstýringunni (Bluetooth RSSI) á skjánum.
-
Ef merkið er veikt (e. weak), eða ef enginn styrkur kemur upp, prófaðu þá að færa þig innan um það bil 6 metra fjarlægðar frá Apple TV. Færðu allt frá sem gæti truflað merkið milli Apple TV og fjarstýringar, ef Apple TV er inni í skjáp, opnaðu hann, ef Apple TV er bakvið önnur raftæki, færðu það þá þannig bein sjónlína sé á milli fjarstýringar og Apple TV.
Endurræstu fjarstyringuna
Ef fjarstýringin virkar enn ekki eins og hún á að gera, prófaðu að endurræsa henni.
-
Haltu inni TV/Control Center takkanum
og lækka takkanum
á sama tíma í um það bil 5 sekúndur, eða þar til stöðuljósið á Apple TV blikkar.
-
Slepptu tökkunum og bíddu 5 til 10 sekúndur eftir að skilaboðin Remote Disconnected birtist á skjánum.
-
Bíddu á meðan fjarstýringin ræsir aftur upp. Þegar skilaboðin Connected birtist á skjánum, getur þú byrjað að nota fjarstýringuna.
Frekari upplýsingar
-
Hafðu fjarstýringuna í hleðslu í 30 mínútur með USB-C í USB eða Lightning í USB snúru, og USB hleðslutæki.
-
Taktu Apple TV úr sambandi við rafmagn. Bíddu í að minnsta kosti 6 sekúndur og stingdu því svo aftur í samband við rafmagn. Aldrei taka Apple TV úr sambandi sem er í miðri stýrikerfisuppfærslu.
-
Ef hljóð takkarnir á fjarstýringunni hætta að virka, kynntu þér hvað þú getur gert.
-
Ef Apple Remote (ál eða hvít) virkar ekki, kynntu þér hvað þú getur gert.
*Apple TV 4K og Apple TV HD koma með sömu fjarstýringu allstaðar. Í löndum og landsvæðum þar sem Siri er í boði, er hún kölluð Siri fjarstýringin. Annars staðar er hún kölluð Apple TV fjarstýringin. Siri virkar á báðum fjarstýringum svo lengi sem Apple TV 4K eða Apple TV HD er sett upp með tungumáli og landi þar sem Siri er í boði.
Fyrirmynd greinar sótt á vef Apple 12. desember 2024