Leiðbeiningar fyrir Apple TV

Leiðbeiningar fyrir Apple TV

Ef Apple TV fjarstýringin virkar ekki

Ef fjarstýringin virkar ekki sem skyldi getur þú fundið lausn hér.

Paraðu fjarstýringuna við Apple TV

Apple TV remotes with Back (or Menu) and Volume Up buttons highlighted in blue

Ef fjarstýringin virkar ekki eins og hún á að gera, prófaðu þá fyrst að para hana við Apple TV.

  1. Beindu fjarstýringunni að Apple TV í c.a. 10 cm fjarlægð.

  2. Haltu inni Back Blue back arrow (eða Menu) og hækka Blue plus symbol í fimm sekúndur.

  3. Leggðu fjarstýringuna ofan á Apple TV ef skilaboð birtast um það á skjánum til að klára pörun.

Ef þú getur ekki parað fjarstýringuna, skaltu ganga úr skugga um að Apple TV sé uppfært í nýjustu útgáfu tvOS. Þú getur notað Apple TV Remote á iPhone eða iPad til að stjórna Apple TV og kanna hvaða útgáfa tvOS er uppsett.

Kannaðu styrk merkisins á milli fjarstýringar og Apple TV

  1. Opnaðu Settings > Remotes and Devices > Remote á Apple TV með tvOS 18.

  2. Lestu gildi styrks merkisins frá fjarstýringunni (Bluetooth RSSI) á skjánum.

    Bluetooth RSSI in Apple TV Settings shows Bluetooth signal strength
  3. Ef merkið er veikt (e. weak), eða ef enginn styrkur kemur upp, prófaðu þá að færa þig innan um það bil 6 metra fjarlægðar frá Apple TV. Færðu allt frá sem gæti truflað merkið milli Apple TV og fjarstýringar, ef Apple TV er inni í skjáp, opnaðu hann, ef Apple TV er bakvið önnur raftæki, færðu það þá þannig bein sjónlína sé á milli fjarstýringar og Apple TV.

Endurræstu fjarstyringuna

Apple TV remotes with TV/Control Center button and Volume Down button highlighted in blue

Ef fjarstýringin virkar enn ekki eins og hún á að gera, prófaðu að endurræsa henni.

  1. Haltu inni TV/Control Center takkanum Blue TV/Control Centre icon og lækka takkanum Blue volume down icon á sama tíma í um það bil 5 sekúndur, eða þar til stöðuljósið á Apple TV blikkar.

  2. Slepptu tökkunum og bíddu 5 til 10 sekúndur eftir að skilaboðin Remote Disconnected birtist á skjánum.

  3. Bíddu á meðan fjarstýringin ræsir aftur upp. Þegar skilaboðin Connected birtist á skjánum, getur þú byrjað að nota fjarstýringuna.

Frekari upplýsingar

*Apple TV 4K og Apple TV HD koma með sömu fjarstýringu allstaðar. Í löndum og landsvæðum þar sem Siri er í boði, er hún kölluð Siri fjarstýringin. Annars staðar er hún kölluð Apple TV fjarstýringin. Siri virkar á báðum fjarstýringum svo lengi sem Apple TV 4K eða Apple TV HD er sett upp með tungumáli og landi þar sem Siri er í boði.​

Fyrirmynd greinar sótt á vef Apple 12. desember 2024

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: