Stofna Apple Account aðgang fyrir barn
Í stað þess að deila aðgangi með barninu þínu, sem getur veitt því aðgang að persónuupplýsingum þínum, eins og myndum, skilaboðum, vafrasögu og fleira, skaltu stofna sérstakan Apple Account aðgang fyrir það. Þannig getur þú á auðveldan máta sett upp aldurstengda foreldrastjónun (e. parental controls), og barnið getur notað Family Sharing, Messages, App Store og aðrar Apple þjónustur.
Með Family Sharing getur þú til dæmis verið með eina áskrift að iCloud+ fyrir alla fjölskyldumeðlimi, hver og einn meðlimur heldur sínu persónulega svæði á iCloud, en þið deilið heildar geymsluplássinu.
Hvernig á að stofna Apple Account fyrir barnið þitt
Börn undir 13 ára aldri geta ekki stofnað sinn eigin Apple Account aðgang af sjálfsdáðum. En ef þú er stjórnandi eða forráðamaður í Family Sharing, getur þú stofnað Apple Account aðgang fyrir barnið þitt.
-
Til að sýna fram á að þú sért fullorðinn einstaklingur munt þú þurfa greiðslukort. Á iPhone getur þú einnig notað ökuskírteini eða persónuskilríki í Wallet þar sem það er í boði. ATH! íslensk stafræn ökuskírteini eru ekki tekin gild utan Íslands og þar af leiðandi gilda þau ekki hjá Apple.
Á iOS 16 eða iPadOS 16 og nýrri útgáfum
-
Opnaðu Settings appið > Family fyrir neðan nafnið þitt efst.
-
Ýttu á hnappinn til að bæta við meðlimi.
-
Veldu „Create Child Account“ og ýttu á Continue.
-
Fylltu inn fullt nafn og fæðingardag barnsins. Passaðu að slá inn réttan fæðingardag, þessu er ekki hægt að breyta síðar.
-
Fylgdu skrefunum á skjánum til að klára uppsetningu aðgangsins. Þú getur notað núverandi tölvupóstfang barnsins ef það á slíkt, stofnað @icloud.com tölvupóstfang eða notað Game Center gælunafn þess.
Á iOS 15 eða iPadOS 15 og eldri útgáfum
-
Opnaðu Settings appið.
-
Opnaðu nafnið þitt efst og svo Family Sharing.
-
Ýttu á „Add Member“.
-
Veldu á „Create an Account for a Child“ og ýttu á Continue.
-
Fylltu inn fullt nafn og fæðingardag barnsins. Passaðu að slá inn réttan fæðingardag, þessu er ekki hægt að breyta síðar.
-
Fylgdu skrefunum á skjánum til að klára uppsetningu aðgangsins. Þú getur notað núverandi tölvupóstfang barnsins ef það á slíkt eða notað Game Center gælunafn þess.
-
-
Til að sýna fram á að þú sért fullorðinn einstaklingur munt þú þurfa greiðslukort.
Á macOS Ventura eða nýrri stýrikerfum
-
Opnaðu Apple valmyndina efst til vinstri > System Settings og ýttu á Family.
-
Smelltu á „Add Member“.
-
Smelltu á „Create Child Account“.
-
Fylgdu skrefunum á skjánum til að klára uppsetningu aðgangsins. Passaðu að slá inn réttan fæðingardag – ekki er hægt að leiðrétta hann síðar. Þú getur notað tölvupóstfang barnsins með Apple ID aðgangnum eða Game Center gælunafn.
Á macOS Monterey eða eldri stýrikerfum
-
Opnaðu Apple valmyndina efst til vinstri > System Preferences og smelltu á „Family Sharing“.
-
Smelltu á hnappinn til að bæta við meðlimi.
-
Smelltu á „Create Child Account“.
-
Fylgdu skrefunum á skjánum til að klára uppsetningu aðgangsins. Þú getur notað tölvupóstfang barnsins eða Game Center gælunafn þess fyrir aðganginn. Passaðu upp á að slá inn réttan fæðingardag – ekki er hægt að leiðrétta hann síðar.
-
Endursetja lykilorð á Apple Account aðgangi barns
Ef þú ert stjórnandi eða forráðamaður í Family Sharing, getur þú aðstoðað barnið við að endursetja lykilorðið á Apple Account aðgangi þess. Þú þarft iPhone með iOS 16 eða nýrra stýrikerfi, eða iPad með iPadOS 16 eða nýrra stýrikerfi, og vera með kveikt á tvíþættri auðkenningu á þínum Apple Account aðgangi.
Finndu út hvernig á að endursetja lykilorð á Apple Account aðgangi barns
Um stillingar og eiginleika fyrir börn undir 13 ára aldri
Sumar Apple Account stillingar og eiginleikar virka öðruvísi fyrir börn undir 13 ára aldri. Til dæmis getur barn undir 13 ára aldri ekki stofnað Apple Account aðgang án leyfis og aðstoðar frá foreldri eða forráðamanni. Lágmarksaldur til að stofna Apple Account aðgang er mismunandi milli landa. Á Íslandi er það 13 ár. Í Austurríki, Búlgaríu, meginlandi Kína, Kýpur, Ísrael, Ítalíu, Litháen, Suður Kóreu og Spáni er það 14 ár. Í Tékklandi, Frakklandi, Grikklandi, Perú og Slóveníu er það 15 ár. Í Brasilíu, Króatíu, Þýskalandi, Ungverjalandi, Írlandi, Kósóvó, Liechtenstein, Lúxemborg, Malasíu, Hollandi, Filipseyjum, Póllandi, Rúmeníu, Singapúr og Slóvakíu er það 16 ár. Í öllum öðrum löndum er það 13 ár, líkt og á Íslandi.
Fyrirmynd greinar sótt frá Apple 22. janúar 2024