Til baka

Til baka

  • Apple Account er persónulegur aðgangur sem þú notar til að fá aðgang að þjónustum Apple, svo sem App Store, iCloud, iMessage, FaceTime og fleira. Aðgengurinn hefur að geyma upplýsingar um hvernig þú skráir þig inn, samskipta- og öryggisupplýsingar sem þú notar þvert á allar Apple þjónustur.

  • Með útgáfu iOS 18, iPadOS 18, macOS Sequoia og watchOS 11 stýrikerfanna, var Apple ID endurnefnt Apple Account fyrir samræmda innskráningarupplifun í þjónustu og tækjum Apple og treystir á núverandi innskráningarleið notanda.
  • Í hvert sinn sem þú setur upp nýtt tæki, kaupir eða notar hvaða Apple þjónustu sem er, verðurðu beðin um að skrá þig inn með netfangi og lykilorði fyrir Apple reikninginn þinn. Þegar þú hefur skráð þig inn hefur þú aðgang að þjónustunni og öllum persónulegum upplýsingum á reikningnum þínum. Notaðu sama Apple reikninginn hvar sem þú skráir þig inn til að tryggja að öll Apple þjónustan þín og tæki vinni óaðfinnanlega saman og þú hafir aðgang að persónulegu efni þínu úr öllum tækjunum þínum.

  • Bara einn. Notaðu sama Apple reikninginn hvar sem þú skráir þig inn til að tryggja að öll Apple þjónustan þín og tæki vinni óaðfinnanlega saman og þú hafir aðgang að persónulegu efni þínu úr öllum tækjunum þínum.

  • Nei, Apple Account aðgangar eru til einstaklingsnota og er ekki hægt að sameina þá.

  • Nei, þú ættir ekki að deila aðgangnum með öðrum. Apple Account veitir aðgang að persónulegum upplýsingum eins og tengliliðum, myndum, öryggisafritum og fleiru. Að deila Apple Account með öðrum þýðir að þú veitir þeim aðgang að öllum persónuupplýsingum og persónulegu efni sem getur valdið ruglingi um hver það er sem sannarlega á aðganginn. Til að deila kaupum, áskriftum, myndum, dagatali og fleiru með öðrum, skaltu kynna þér Family Sharing, iCloud Photo Sharing eða öðrum deilingarleiðum sem auðvelt er að nýta sér.

  • Öryggi og persónuvernd eru mjög mikilvæg hjá Apple og þau bjóða fjölda leiða til að halda aðgangnum þínum öruggum, þar á meðal sterk lykilorð, tvíþætt auðkenning og fleira. Kynntu þér öryggi Apple Account.

  • Nei, þú þarft ekki að greiða fyrir Apple Account. Kynntu þér hvernig þú getur stofnað Apple Account.

  • Hægt er að slökkva á Find My Device í tækinu sjálfu, öðru tæki og á icloud.com Leiðbeiningar á íslensku má finna hér. Sértu ekki lengur með aðgang að Apple Account aðgangnum þínum getur þú óskað eftir að slökkt verði á Activation Lock með því að sanna eign þína á tækinu með kaupnótu.

  • Prófaðu að kíkja inná iforgot.apple.com til þess að endurstilla það.

  • Prófaðu að kíkja inná iforgot.apple.com til að komast að því.

  • Sértu búin/n að fara í gegnum ferlið á iforgot.apple.com, getur þú óskað eftir að slökkt verði á Activation Lock með því að sanna eign þína á tækinu með kaupnótu.

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: