Hvernig á að þrífa AirPods 1&2, AirPods Pro 1 og EarPods
Lærðu hvernig á að þrífa AirPods og EarPods tækin þín.
AirPods 2 og AirPods Pro 1
- Ekki setja AirPods eða AirPods Pro undir rennandi vatn.
- Notið mjúkan, þurran og hreinan klút.
- Ef AirPods eða AirPods Pro tækin komast í snertingu við efni sem gæti skilið eftir sig bletti eða aðrar skemmdir - t.d. sápu, sjampó, hárnæringu, húðkrem, ilmvatn, leysiefni, þvottaefni, sýru eða mat með háu sýrustigi, skordýrafælu, sólarvörn, olíu eða hárlit
- Strjúkið þau hrein með smávægilega rökum klút og þurrkið með mjúkum, þurrum og hreinum klút.
- Leyfið þeim að þorna alveg áður en þau eru sett í hleðsluboxið.
- Notið þau ekki fyrr en þau eru alveg þurr.
- Passið vel upp á að enginn vökvi komist inn um opin á tækjunum.
- Þrífið hljóðnema- og hátalaragrillið með þurrum bómullarpinna.
- Notið alls ekki beitt verkfæri eða hrjúft efni til að þrífa AirPods eða AirPods Pro.
Hleðslubox fyrir AirPods 2 og AirPods Pro 1
Þrífið hleðsluboxið með mjúkum, þurrum og hreinum klút. Hægt er að bleyta klútinn örlítið með ísóprópýl alkahóli ef þörf er á. Passaðu vel upp á að enginn vökvi komist í snertingu við hleðslutengin. Hér eru nokkrir punktar:
- Fjarlægðu ló eða önnur óhreinindi úr lightning tenginu með hreinum, þurrum og mjúkum bursta.
- Notið alls ekki beitt verkfæri eða hrjúft efni til að þrífa hleðsluboxið.
Ekki setja neitt inn í hleðslutengið til að koma í veg fyrir að skemma tenglana þar inni.
Eyrnatappar á AirPods Pro 1
- Ef vökvi hefur safnast í eyrnatappa skal banka Airpod tækinu varlega við mjúkan, þurran og hreinan klút þannig að opið á eyrnatappanum snúi niður til að losa vökvann.
- Takið tappana af AirPods tækjunum og skolið þá með rennandi vatni. Ekki nota sápu eða önnur hreinsiefni.
- Notið mjúkan, þurran og hreinan klút til að þurrka tappana. Gangið úr skukka um að tapparnir séu alveg þurrir áður en þeir eru settir aftur á tækin.
- Smellið töppunum aftur á tækin. Tapparnir eru sporöskjulaga og þarf því að passa að þeir snú rétt áður en þeir eru settir á tækin.
AirPods og vatnsþol
AirPods Pro eru vatnsþolin, en ekki vatnsheld. Hleðsluboxið fyrir AirPods Pro er hvorki vatnsþolið né vatnshelt, það þarf því að passa vel upp á að enginn raki komist inn í tækið. Ef boxið kemst í snertingu við raka skal þurrka það með því að leggja það á hvolf með lokið opið.
AirPods 1 og 2 og hleðsluboxin fyrir þau eru hvorki vatnsþolin né vatnsheld, það þarf því að passa vel upp á að enginn raki komist inn í tækin. Ef AirPods tækin komast í snertingu við raka, þar með talið svita frá líkamsrækt, skal þurrka af þeim með þurrum og hreinum örtrefjaklút. Til að þurrka hleðsluboxið skal leggja það á hvolf með lokið opið.
Ef AirPod tæki skemmist eftir að það kemst í snertingu við raka getur þú komið með tækið til okkar til að panta útskipti.
EarPods
- Ekki setja EarPods undir rennandi vatn.
- Notaðu mjúkan, þurran og hreinan klút.
- Passaðu upp á að enginn raki komist inn í tækið.
- Þrífið hljóðnema- og hátalaragrillið varlega með þurrum bómullarpinna. Fjarlægðu ló eða önnur óhreinindi úr grillunum með hreinum, þurrum og mjúkum bursta.
- Notið alls ekki beitt verkfæri eða hrjúft efni til að þrífa EarPods.
Skref til að koma í veg fyrir óþægindi í húð
Skref til að koma í veg fyrir óþægindi í húð, sérstaklega ef þú ert með ofnæmi eða viðkvæma húð:
- Notaðu AirPods Pro þannig þau passi rétt fyrir þig – sjá Choose your AirPods Pro ear tips and use the Ear Tip Fit Test.
- Eftir líkamsrækt með AirPods Pro eða eftir að tækið hefur komist í snertingu við vökva eins og svita, sópu, sjampó, farða, sólarvörn eða húðkrem sem geta valdið óþægindum í húð skaltu þrífa og þurrka tækið. Það að halda EarPods og AirPods – sem og húðinni þinni – hreinum og þurrum mun hámarka þægindi og koma í veg fyrir langtíma skemmdir á tækinu.
- Ef þú ert með þekkt ofnæmi eða viðkvæmni gagnvart ákveðnum efnum getur þú skoðað hvað AirPods og EarPods eru framleidd úr og séð hvaða efni eru á yfirborðinu og geta komist í snertingu við húðina.
Útgáfudagur: 8. maí 2020