Hvernig á að þrífa AirPods Pro 2
Lærðu hvernig á að þrífa AirPods Pro 2.
Þrífa netin á AirPods 2 Pro
Þú getur kveikt á íslenskum texta með því að ýta á cc takkann.
Það sem þú þarft:
-
Micellar-hreinsivatn sem inniheldur PEG-6 Caprylic/Capric Glycerides, eins og andlitsvatn frá Bioderma eða Neutrogena - fæst í flestum apótekum
-
Eimað- eða afjónað vatn - fæst í flestum apótekum
-
Mjúkan barnatannbursta
-
Tvo litla bolla eða glös
-
Eldhúsbréf
Hvar á að þrífa
Til að losa gúmmítappa (e. ear tip), þarf að tosa með þéttu gripi við botn tappans, þar sem tappinn festist við AirPod-tólið.
Þú getur þrifið netin sem merkt eru með grænum hring á myndinni hér að neðan. Forðastu að þrífa önnur svæði.
Hvernig á að þrífa netin á AirPods
-
Settu lítið magn Micellar-hreinsivatns í bolla eða glas.
-
Dýfðu tannburstanum í hreinsivatnið þar til burstinn er alveg blautur.
-
Haltu á á AirPod-tólinu svo að netið sem á að hreinsa snúi upp.
-
Burstaðu netið í hringi í ca. 15 sekúndur.
-
Snúðu tólinu við og þurrkaðu það með eldhúsbréfi. Passaðu að eldhúsbréfið snerti netið á tólinu.
-
Endurtaktu skref 2-5 tvisvar í viðbót (þrisvar samtals) fyrir hvert og eitt net á tólinu.
-
Til að skola Micellar-hreinsivatnið burt, skaltu byrja á því að skola burstann með eimuðu- eða afjónuðu vatni, og svo endurtaka skref 1-5 með eimuðu- eða afjónuðu vatni í stað hreinsivatnsins.
-
Leyfðu tólunum að þorna algerlega — í að lágmarki tvær klukkustundir — áður en þú setur þau aftur í hleðsluboxið, eða notar þau.
Þrífa hvíta hluta AirPods
Ef AirPods tólin komast í snertingu við efni sem gæti skilið eftir sig bletti eða aðrar skemmdir - t.d. sápu, sjampó, hárnæringu, húðkrem, ilmvatn, leysiefni, þvottaefni, sýru eða mat með háu sýrustigi, skordýrafælu, sólarvörn, olíu eða hárlit:
-
Strjúkið þau hrein með smávægilega rökum klút með fersku vatni og þurrkið með mjúkum, þurrum og hreinum klút.
-
Leyfið þeim að þorna alveg — í að lágmarki 2 klukkustundir — áður en þau eru sett í hleðsluboxið, eða notuð.
Ekki setja AirPods Pro undir rennandi vatn, og alls ekki nota beitt verkfæri eða hrjúft efni til að þrífa tólin.
Þrífa gúmmítappa á AirPods Pro
-
Ef einhver vökvi hefur safnast fyrir í tappanum, getur þú losað vökvann með því að banka tólinu í mjúkan, þurran, rykfrían klút, með opið á tappanum þannig að það snýr niður.
-
Tosaðu tappan af hvoru tóli fyrir sig, og skolaðu tappana svo með rennandi vatni, láttu opið á töppunum snúa niður. Ekki nota sápu eða önnur heimilishreingerningarefni.
-
Þurrkaðu tappana með mjúkum, þurrum, rykfríum klút. Vertu viss um að tapparnir séu algerlega þurrir áður en þú setur þá aftur á AirPod-tólin.
-
Smelltu töppunum aftur á AirPod-tólin. Tapparnir eru sporöskjulaga, passaðu því að snúa þeim rétt áður en þú smellir þeim aftur á.
Þrífa AirPods Pro hleðslubox
Þrífið hleðsluboxið með mjúkum, þurrum og hreinum klút. Hægt er að bleyta klútinn örlítið með ísóprópýl alkahóli ef þörf er á. Leyfðu boxinu að þorna. Passaðu vel upp á að enginn vökvi komist í snertingu við hleðslutengin. Hér eru nokkrir punktar:
- Fjarlægðu ló eða önnur óhreinindi úr lightning tenginu með hreinum, þurrum og mjúkum bursta.
- Notið alls ekki beitt verkfæri eða hrjúft efni til að þrífa hleðsluboxið.
- Ekki setja neitt inn í hleðslutengið til að koma í veg fyrir að skemma tenglana þar inni.
Skref til að koma í veg fyrir óþægindi í húð
Skref til að koma í veg fyrir óþægindi í húð, sérstaklega ef þú ert með ofnæmi eða viðkvæma húð:
- Notaðu AirPods Pro þannig þau passi rétt fyrir þig – sjá Choose your AirPods Pro ear tips and use the Ear Tip Fit Test.
- Eftir líkamsrækt með AirPods Pro eða eftir að tækið hefur komist í snertingu við vökva eins og svita, sópu, sjampó, farða, sólarvörn eða húðkrem sem geta valdið óþægindum í húð skaltu þrífa og þurrka tækið. Það að halda EarPods og AirPods – sem og húðinni þinni – hreinum og þurrum mun hámarka þægindi og koma í veg fyrir langtíma skemmdir á tækinu.
- Ef þú ert með þekkt ofnæmi eða viðkvæmni gagnvart ákveðnum efnum getur þú skoðað hvað AirPods og EarPods eru framleidd úr og séð hvaða efni eru á yfirborðinu og geta komist í snertingu við húðina.
Fyrirmynd greinar sótt af vef Apple 14. nóvember 2024