
Já, Mac reddar því.
Aldrei notað Mac? Ekkert vandamál.
Ef þú ert að íhuga að skipta yfir í Mac úr Windows, þá ertu á réttum stað.
Skoðaðu þig um til að læra allt um Mac, og hve auðvelt er að koma sér af stað. Það er auðveldara en þú heldur.
Mac + iPhone
Ef þú elskar iPhone, þá muntu ❤️ Mac.
Mac er hannaður til að vera jafn auðveldur í notkun og iPhone. Og þegar þú notar Mac og iPhone - sem og önnur Apple tæki - saman, getur þú gert ótrúlega hluti. Hér eru nokkur dæmi:
Sjáðu og notaðu iPhone á Mac með iPhone Mirroring. Sendu og taktu á móti SMS skilaboðum á Mac með iMessage. Afritaðu texta og myndir úr iPhone yfir á Mac með Universal Clipboard. Skoðaðu myndir sem þú tekur á iPhone samstundis á Mac með Continuity Camera. Deildu nettengingu úr iPhone á Mac með Personal Hotspot.

Hittu macOS
Þú munt læra á kerfið, HRATT.
MacOS er stýrikerfið sem keyrir á öllum Mac tölvum. Ef þú ert að skipta úr Windows gæti það litið aðeins framandi út. En engar áhyggjur, Mac tölvur eru hannaðar til að vera auðveldar í notkun með einföldum og bráðsniðugum aðgerðum.

macOS
Þetta helsta.
Menu Bar: Alltaf staðsett efst á skjánum, svo þú getir auðveldlega fundið helstu stýringar og aðgerðir
Dock: Auðvelt aðgengi að mest notuðu öppunum þínum.
Window Buttons: Smelltu á rauðan til að loka, gulan til að fella niður eða grænan til að fylla út í allan skjáinn.
⌘ Command: Eins og Control hnappurinn á PC, er ⌘ notaður fyrir algengar flýtivísanir eins og ⌘-C til að afrita og ⌘-P til að líma.
Trackpad: Smelltu með tveimur fingrum til að hægri smella. Notaðu fingurna til að stjórna Mac.

Úrval forrita
Forritin þín svínvirka á Mac.
Meira að segja Microsoft Word, Excel, Powerpoint og Outlook? Jebb. Líka Slack, Zoom og Google Docs. Það mun koma þér á óvart hversu hröð og snögg þau keyra á Mac.
En hvað með uppáhalds „pro forritin“ þín eins og Adobe Creative Cloud og Canva? Þú finnur þau og enn fleiri forrit í Mac App Store!

Komdu þér af stað
Öruggt og auðvelt.
Þegar þú kveikir á Mac í fyrsta sinn hjálpar Setup Assistant þér að skrá þig inn á iCloud og koma myndunum þínum, skrám, lykilorðum og fleiru úr iPhone í Mac. Honum fylgir líka app sem heitir Migration Assistant sem leiðir þig í gegnum ferlið til að færa fleiri gögn úr gömlu tölvunni þinni.
Þegar skráarflutningnum er lokið mun nýja Mac-tölvan þín vera tilbúin með það sem þú þarft.

Afköst
Hraði sem er bara 🤯
Um leið og þú vekur Mac úr svefni upplifir þú ótrúlega afkastagetu hvort sem það er að fletta í gegnum hundruði vafraflipa, hanna glæsilega kynningu, sinna myndbandavinnslu, eða hreinlega gera þetta allt í einu.
Apple Silicon flögurnar bjóða upp á byltingu í afli og hraða í öllu sem þú gerir. Flögurnar eru með innbyggðum örgjörva, skjástýringu og tauganetskjarna, allt í einni smárri flögu. Það skiptir ekki máli hvort þú sért að tækla dagleg verk eða stærri verkefni, Mac tölvur gera hvort tveggja miklu hraðar en áður. Apple Silicon tölvur fara sparlega með rafmagn, geta skilað heilum degi í rafhlöðuendingu og missa ekki getu þegar þær vinna eingöngu á rafhlöðunni.

Friðhelgi í fyrsta sæti
Hönnuð fyrir Apple Intelligence.
Mac býður upp á afl og í leiðinni setur friðhelgi þína í fyrsta sæti. Þannig getur þú nýtt allt sem gervigreind hefur upp á að bjóða og afkastað meira á hverjum degi.
Apple Intelligence er persónulega gervigreindarkerfið sem hjálpar þér að skrifa, tjá þig á mismunandi hátt og koma hlutum í verk áreynslulaust. Með byltingarkennda persónuverndaröryggi Apple er gott að vita að enginn annar hefur aðgang að gögnunum þínum, ekki einu sinni Apple.

Persónuvernd + Öryggi
Háþróað öryggi er staðalbúnaður.
Sérhver Mac kemur með leiðandi dulkóðunartækni, öflugri vírusvörn og eldvegg. Ókeypis og sjálfvirkar öryggisuppfærslur hjálpa þér einnig að halda Mac vel varinni.
Apple Intelligence. Öflug og persónubundin. Apple Intelligence er hannað til að vernda friðhelgi þína. Það er innbyggt í kjarna iPhone, iPad og Mac. Þannig er það meðvitað um persónuupplýsingar þínar án þess að safna þeim. Og með byltingarkenndri Private Cloud Compute getur Apple Intelligence byggt á stærri netþjónum sem keyra á Apple sílikoni til að sinna flóknari beiðnum fyrir þig og vernda friðhelgi í leiðinni.
Opnaðu allt með einni snertingu. Touch ID veitir þér aðgang að öllum lykilorðum með fingrinum. Þú getur notað það til að opna Mac, fá aðgang að passkeys og ganga frá greiðslum með Apple Pay.


MacBook Air 13" M2
Helstu eiginleikar
• Apple M2 flaga
• 8-Core CPU
• 8-Core GPU
• 16GB vinnsluminni
• 256GB SSD
• 16-Core Neural Engine
• 13,6" Liquid Retina skjár
• 1080p FaceTime Camera
• 2x Thunderbolt/USB4 tengi
• Magic lyklaborð með Touch ID
• Force Touch trackpad
• 30W USB-C í MagSafe 3 hleðsla

MacBook Air 13" M3
Helstu eiginleikar
• Apple M3 flaga
• 8-Core CPU
• 8 eða 10-Core GPU
• 16GB vinnsluminni
• 256GB eða 512GB SSD
• 16-Core Neural Engine
• 13,6" Liquid Retina skjár
• 1080p FaceTime Camera
• 2x Thunderbolt/USB4 tengi
• Magic lyklaborð með Touch ID
• Force Touch trackpad
• 30W eða 35W USB-C í MagSafe 3 hleðsla

MacBook Air 15" M3
Helstu eiginleikar
• Apple M3 flaga
• 8-Core CPU
• 10-Core GPU
• 8GB til 24GB vinnsluminni
• 256GB til 2TB SSD
• 16-Core Neural Engine
• 15,3" Liquid Retina skjár
• 1080p FaceTime Camera
• 2x Thunderbolt/USB4 tengi
• Magic lyklaborð með Touch ID
• Force Touch trackpad
• 35W Dual USB-C hleðsla

MacBook Pro 14" M4
Helstu eiginleikar
• Apple M4, M4 Pro eða M4 Max flaga
• 10 til 16-Core CPU
• 10 til 40-Core GPU
• 16GB til 128GB vinnsluminni (sérp.)
• 512GB til 8TB SSD (sérpöntun)
• 16-Core Neural Engine
• 14,2" Liquid Retina XDR skjár
• 12MP 1080p Center Stage Camera
• 3x Thunderbolt/USB-C tengi
• Magic lyklaborð með Touch ID
• Force Touch trackpad
• 70 eða 96W USB-C MagSafe 3 hleðsla
• Allt að 22 tíma rafhlaða

MacBook Pro 16" M4
Helstu eiginleikar
• Apple M4 Pro eða M4 Max flaga
• 14 til 16-Core CPU
• 20 til 40-Core GPU
• 24GB til 128GB vinnsluminni (sérp.)
• 512GB til 8TB SSD (sérpöntun)
• 16-Core Neural Engine
• 16,2" Liquid Retina XDR skjár
• 12MP 1080p Center Stage Camera
• 3x Thunderbolt 5/USB-C tengi
• Magic lyklaborð með Touch ID
• Force Touch trackpad
• 140W USB-C MagSafe 3 hraðhleðsla
• Allt að 24 tíma rafhlaða

Mac mini M4
Helstu eiginleikar
• Apple M4 eða M4 Pro flaga
• 10 til 14-Core CPU
• 10 til 20-Core GPU
• 16GB til 64GB vinnsluminni (sérp.)
• 512GB til 8TB SSD (sérpöntun)
• 16-Core Neural Engine
• -
• -
• 2 USB-C að framan
• 3 Thunderbolt 4 að aftan (TB5 í M4 Pro)
• DisplayPort innbyggt í TB að aftan
• 1 HDMI að aftan
• Lyklaborð selt sér
• Mús seld sér
• 100-240V AC
• 1 til 10 Gigabit Ethernet (sérp.)

iMac 24" M4
Helstu eiginleikar
• Apple M4 flaga
• 8 til 10-Core CPU
• 8 til 10-Core GPU
• 16GB til 36GB vinnsluminni (sérp.)
• 256GB til 2TB SSD (sérpöntun)
• 16-Core Neural Engine
• 24" 4.5K Retina skjár
• 12MP 1080p Center Stage Camera
• 2 til 4 Thunderbolt 4/USB4 tengi
• Magic lyklaborð eða Magic lyklaborð með Touch ID
• Magic mús
• 100-240V AC

Mac Studio M2
Helstu eiginleikar
• Apple M2 Max eða Ultra flaga
• 12 til 24-Core CPU
• 30 til 60-Core GPU
• 32GB til 192GB vinnsluminni (sérp.)
• 512GB til 8TB SSD (sérpöntun)
• Allt að 32-Core Neural Engine
• 6x Thunderbolt/USB4 tengi
• Lyklaborð og mús seld sér
• Trackpad selt sér
• 100-240V AC

Mac Pro - Tower: Apple M2 Ultra
Helstu eiginleikar
ATH! Þessi vara er eingöngu sérpöntun.
Hafið samband við verslun fyrir nánari upplýsingar.
• Apple M2 Ultra örgjörvi
• 24-kjarna CPU / 60-kjarna GPU
• 64GB vinnsluminni
• 1TB SSD
Tengingarmöguleikar:
• 8x Thunderbolt 4 + 2xUSB-A
• 2x USB-A
• 2x HDMI
• 2x 10Gb Ethernet tengi
• 3.5mm headphone jack
Í kassanum:
• Mac Pro
• Magic Keyboard with Touch ID and Numeric Keypad
• Magic mouse
• Power cord (2m)
• USB-C to Lightning Cable (1 m)

Mac Pro - Rack: Apple M2 Ultra
Helstu eiginleikar
ATH! Þessi vara er eingöngu sérpöntun.
Hafið samband við verslun fyrir nánari upplýsingar.
• Apple M2 Ultra örgjörvi
• 24-kjarna CPU / 60-kjarna GPU
• 64GB vinnsluminni
• 1TB SSD
Tengingarmöguleikar:
• 8x Thunderbolt 4 + 2xUSB-A
• 2x USB-A
• 2x HDMI
• 2x 10Gb Ethernet tengi
• 3.5mm headphone jack
Í kassanum:
• Mac Pro
• Rack mount rails (kemur í sér kassa)
• Magic Keyboard with Touch ID and Numeric Keypad
• Magic mouse
• Power cord (2m)
• USB-C to Lightning Cable (1 m)

Studio Display Standard Glass Tilt/Height Stand
Helstu eiginleikar
27" 5K Retina skjár.
12MP Ultra Wide myndavél með Center Stage.
Þrír hljóðnemar og sex hátalarar með Spatial Audio tækni.
"Standard Glass" gler með glampavörn.
Standur með halla- og hæðarstillingum.

Studio Display Nano Glass Tilt/Height Adj. Stand
Helstu eiginleikar
27" 5K Retina skjár.
12MP Ultra Wide myndavél með Center Stage.
Þrír hljóðnemar og sex hátalarar með Spatial Audio tækni.
"Nano-texture Glass" gler með mikilli glampavörn.
Standur með halla- og hæðarstillingum.

Studio Display Standard Glass VESA Mount only
Helstu eiginleikar
27" 5K Retina skjár.
12MP Ultra Wide myndavél með Center Stage.
Þrír hljóðnemar og sex hátalarar með Spatial Audio tækni.
"Standard Glass" gler með glampavörn.
VESA festing á bakhlið.
Enginn standur fylgir.

Pro Display XDR - Standard glass
Helstu eiginleikar
Fyrsti 32" 6K skjárinn í heiminum. Birtir meira en milljarð lita með dýpt og skerpu í algjörum sérflokki og birtustigi sem nær heilum 1600 nit. Retina 6K skjár Standard glass 81.28 cm (horn í horn) IPS LCD með oxíð TFT tækni. Upplausn: 6016 x 3384 pixlar (20.4 milljón pixlar) með 218 pixla á tommu. Stærðarhlutfall: 16:9 XDR (Extreme Dynamic Range) Birtustig: 1000 nit stöðugt, á öllum skjánum, 1600 nit að hámarki Skerpa: 1,000,000:1 Litur: P3 víðlitaskali, 10-bita dýpt með 1,073 milljarð lita SDR birta: 500 nit Sjónarhorn: ofurvítt, eða 89º úr öllum áttum með hágæða litum og skerpu. Endurspeglun utanaðkomandi birtu aðeins 1.65% (dæmigerð) Breidd: 71,8 cm Hæð: 41,2 cm Dýpt: 2,7 cm Þyngd: 7,48 kg