Nýir litir, hröð A18 flaga og tveir nýir takkar
iPhone 16 og iPhone 16 Plus
iPhone 16 og iPhone 16 Plus símarnir hafa verið uppfærðir með skemmtilegum nýjum litum, öflugri A18 flögu með 3 nanómetra framleiðslutækni, 48 megadíla myndavél, Camera Control takka, nýjum Action-takka og betri rafhlöðuendingu. Símarnir koma til með að styðja Apple Intelligence gervigreindarþjónustu.
Apple Intelligence hjálpar þér að skynja umhverfið.
Svarar erfiðum spurningum, býr til myndir og fleira.
iPhone 16 | iPhone 16 Plus
Nýr skjár getur farið niður í 1 NITS birtustig og upp í 2000 við sólríkar aðstæður.
48 megapixla Fusion-linsa
Ný 48 megadíla Fusion-linsa opnar á aukin gæði og betri 2x aðdrátt. Ný og betri víðlínsa opnar á nærmyndatökur (e. macro). Ljósmyndaskemu bjóða upp á breyta blæbrigðum ljósmynda á nýjan máta og rýmismyndun tekur ljósmyndir og myndbönd fyrir Vision Pro í ótrúlegri þrívídd með mikilli dýpt. Nýr skjár getur farið niður í 1 NITS birtustig og upp í 2000 við sólríkar aðstæður.
Nýir litir, hröð A18 flaga og tveir nýir takkar
Aukin afköst með 3 nanómetra framleiðslutækni
Ný A18 flaga er byggð með 3 nanómetra tækni og opnar á aukna getu og bætir rafhlöðuendingu. Sex kjarna A18 flagan er 30% hraðari en A16 Bionic flagan. Skjákjarnarnir fimm eru 40% hraðari og nota 35% minna rafmagn. Skjákjarnarnir styðja öfluga Ray Tracing þrívíddarútreikninga og keyra AAA-tölvuleikir mun betur þannig, eða um 5x hraðar en með hefðbundnum leiðum.
Renndu þér á réttan stað til að breyta blæbrigðum ljósmynda.
Skjákjarnarnir styðja öfluga Ray Tracing þrívíddarútreikninga og keyra AAA-tölvuleikir mun betur þannig, eða um 5x hraðar en með hefðbundnum leiðum.