AirTag
Fáðu aðstoð frá nokkur hundruð milljónum vina.
Ef þú hefur gleymt einhverju á allt öðrum stað en þú ert á, eins og í vinnunni eða á líkamsræktarstöðinni, getur Find My?-kerfið – með hundruð milljóna iPhone-a, iPad-a og Mac-tölva um allan heim – hjálpað þér að staðsetja AirTagið þitt. Og kerfið er hannað til að vernda persónuupplýsingar þínar þvert í gegn.
Persónuvernd er innbyggð.
Aðeins þú getur séð hvar AirTagið þitt er. Staðsetningargögn og ferill eru aldrei geymd á AirTaginu. Tæki sem áframsenda staðsetningu AirTags eru einnig nafnlaus og staðsetningargögn eru dulkóðuð á hverju stigi. Þannig veit jafnvel Apple ekki hvar AirTagið þitt er – eða hver hjálpar þér að finna það.
Meiri litur. Meiri skemmtun. Meira þú.
Með litríkum lyklakippum og lykkjum frá Apple geturðu fest AirTag við nánast hvað sem er. Keyptu stakt AirTag eða fjögur saman í pakka. Og festu að vild.