iPad Pro með M4
Þynnsti iPad frá upphafi
iPad Pro 11 og 13 með M4 flögu eru þynnstu tæki Apple frá upphafi og eru þynnri en iPod nano sem var einungis 5,4 mm þykkt. M4 flagan fer fyrst í iPad Pro spjaldtölvur af öllum tækjum Apple sem gerir þær að snörpustu tölvum Apple sem stendur. iPad Pro 11 og 13 fá nýja Ultra Retina XDR skjái er með tveimur lögum af OLED-spjöldum sem skilar 1000 nits birtu við bjartar aðstæður, 1600 nits birtu fyrir HDR-myndefni og djúpum svörtum lit.
iPad Pro 13 er 5,1 mm á þykkt
iPad Pro 11 er 5,3 mm á þykkt
iPad Pro fær loksins Final Cut Pro og Logic Pro með gervigreind.
Stórt stökk fyrir iPad Pro
Þetta er stórt stökk í hönnun og getu fyrir iPad Pro. M4 flagan skilar ótrúlegum afköstum með einum kjarna fyrir einföld verkefni, tekur á þyngri verkefnum án þess að vifta fari í gang og getur spilað nýja tölvuleiki leikandi létt. Nýir sérhæfðir taugakjarnar gera iPad Pro að einni öflugustu tölvu heim fyrir gervigreind. iPad fær nú loksins Final Cut Pro klippihugbúnað Apple og uppfærðan Logic Pro hljóðvinnsluhugbúnað sem býður nú upp sjálfspilandi hljóðfæri þökk sé gervigreind.
iPad Pro ein öflugasta tölvan fyrir gervigreind
iPad Pro M4
Vefmyndavélin hefur verið færð á betri stað fyrir netfundi
Vefmyndavél á betri stað og nýtt lyklaborð
Vefmyndavélin hefur verið færð á betri stað fyrir netfundi - efst á lengri hlið. Það auðveldar líka FaceID-búnaði að aflæsa og tryggja auðkenni. Fremri myndavélin tekur nú bjartari myndir sem skilar sér sérstaklega fyrir að skanna af pappír. Nýtt og léttara lyklaborð er fær heila nýja takkaröð efst fyrir aðgerðir, stærri snertimúsarflöt úr gleri og álflöt að innan til samræmis við MacBook tölvur. Nýr Apple Pencil Pro penni (reyndu að segja það hratt þrisvar sinnum) nemur nú snúning þegar þú teiknar og kreisting til að kalla upp skyndivalmynd. Snúningur gerir þér kleift að teikna sem töfrum líkast. Skyndivalmyndin hleypir þér hratt að strokleðri, litavali og öðrum tegundum odda. Nú í fyrsta sinn verður hægt að staðsetja týndan penna með Find My appinu.