<p><strong><span class="text--orange">Samantekt af WWDC 2023</span></strong></p>

Samantekt af WWDC 2023

Lykilræða Apple á WWDC í ár hefur sjaldan verið eins spennandi. Apple kynnti nýja MacBook Air með 15” skjá, Mac Studio tölvur með M2 Max og M2 Ultra flögum og nýja Mac Pro tölvu með sömu flögum.

<p>MacBook Air M2 15"</p>

MacBook Air M2 15"

MacBook Air er ástsælasta tölva Apple og selst í flestum eintökum enda öflug en létt fartölva. Apple kynnti nýlega stærri útgáfu af MacBook Air og við fáum tvær auka tommur í viðbót.

<p>Mac Studio M2</p>

Mac Studio M2

Mac Studio borðtölvan fær uppfærslu í nýjar hraðari flögur: M2 Max og M2 Ultra. Það gerir Mac Studio sex sinnum hraðari en síðasta iMac 27 skjátölva með Intel-flögu.

Ný stærri útgáfa af MacBook Air

MacBook Air 15"

MacBook Air er vinsælasta tölvan frá Apple, ef ekki í heiminum, og hefur Apple endurhannað hana frá grunni til að nýta sér aflið frá M2 örgjörvanum sem Apple sjálft framleiðir. Fartölvan kemur í nýrri skel sem er þynnri og mýkri með rúnuðum hornum í stíl við MacBook Pro. Segulmagnaða Magsafe-hleðslusnúran er líka loksins komin aftur, og nú er hægt að hlaða fartölvur í kringum börn, gæludýr og klunna. Apple M2 örgjörvinn gerir það að verkum að tölvan er öflug en á sama tíma endingagóð og endist rafhlaðan í allt að 18 klukkustundir.

MacBook Air 15" er væntanleg í verslanir Epli í júlí.

MacBook Air 15"

Mac Studio miklu hraðari með M2

Ný Mac Studio M2

Mac Studio borðtölvan fær uppfærslu í nýjar hraðari flögur: M2 Max og M2 Ultra. Það gerir Mac Studio sex sinnum hraðari en síðasta iMac 27 skjátölva með Intel-flögu. Sveigjanleikinn eykst og er hægt að hlaða Mac Studio með allt að 192 GB af vinnsluminni. Mac Studio getur nú tengst sex Pro Display XDR skjám og er með öflugra HDMI-tengi sem styður 8K skjái og 240 Hz tíðni. Mac Pro vinnutölvan er nú kominn í Apple silicon klúbbinn og er þá þrisvar sinnum hraðari en áður.  Mac Pro er sveigjanlegasta tölva Apple og er með sex opnum fjórðu kynslóðar PCIe-raufum. Mac Pro er með átta Thunderbolt 4 raufar, þrjú USB-a raufar, tvær HDMI 2.1 raufar, tvö 10 Gbit netokort og styður allt að sex Pro Display XDR skjái. Mac Pro er hægt að panta í rack-útgáfu sem passar inn í netlagnaskáp. 

Mac Studio er væntanleg í verslanir Epli í júní.

Ný Mac Studio M2

Vision Pro andlitstölva

Vision Pro

Apple afhjúpaði átta ár af vinnu í lokin á lykilræðunni: Vision Pro andlitstölvuna. Vision Pro er sýndarsjá útbúin tveimur smáum 4K micro-OLED 90 Hz skjám á stærð við frímerki, tveimur öflugum Apple silicon flögum, heyrnatólum með rýmishljóði, 12 myndavélum, 5 skynjurum og útskiptanlegum Zeiss linsum fyrir þau sem þurfa gleraugu. Apple hefur útbúið nýtt stýrikerfi fyrir sýndarsjánna: visionOS. VisionOS virkar án stýripinna og nota einungis augu og hendur. Það er hægt að para sýndarsjá við Mac-tölvu og fá skjáinn beint fyrir framan þig. Stafræna krúna ofan á sýndarsjánni stýrir því hversu djúpt þú ferð í sýndarheima og því fjær sem þú ferð því meira sérðu í kringum þig í gegnum myndavélarnar sem liggja utan við. Vision Pro er með tveggja klukkustund rafhlöðu sem er hægt að koma fyrir vasa en einnig er hægt að tengjast rafmagni í vegg beint. Vision Pro kemur á markað í Bandaríkjunum fyrst snemma á næsta ári og svo síðar munu fleiri lönd bætast við.

Vision Pro er væntanlegt 2024

Vision Pro
<p>Nýttu gamla tækið<br />upp í nýtt.</p>

Nýttu gamla tækið
upp í nýtt.

Viò metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli.

Skoða uppítökuverð

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: