Já, Mac reddar því.

Aldrei notað Mac? Ekkert vandamál.

Ef þú ert að íhuga að skipta yfir í Mac úr Windows, þá ertu á réttum stað.
Skoðaðu þig um til að læra allt um Mac, og hve auðvelt er að koma sér af stað. Það er auðveldara en þú heldur.

Mac + iPhone

Ef þú elskar iPhone, þá muntu ❤️ Mac.


Mac er hannaður til að vera jafn auðveldur að læra á og iPhone. Og þegar þú notar Mac og iPhone - sem og önnur Apple tæki - saman, getur þú gert ótrúlega hluti. Hér eru nokkur dæmi:

Sjáðu og notaðu iPhone á Mac með iPhone Mirroring.
Sendu og taktu á móti SMS skilaboðum frá Mac með iMessage.
Afritaðu í iPhone og límdu á Mac með Universal Clipboard.
Sjáðu myndir sem þú tekur á iPhone samstundis á Mac með Continuity Camera.
Deildu nettengingu iPhone með Mac með Personal Hotspot.

Ef þú elskar iPhone, þá muntu ❤️ Mac.


Hittu macOS

Þú munt læra á kerfið, HRATT.

macOS er stýrikerfið sem keyrir á öllum Mac tölvum. Ef þú ert að skipta yfir af Windows gæti það litið aðeins ókunnulega út. En engar áhyggjur, Mac tölvur eru hannaðar til að vera auðveldar í notkun með einföldum og bráðsniðugum stýringum.

Þú munt læra á kerfið, HRATT.

macOS

Þetta helsta.

Menu Bar: Alltaf efst á skjánum, svo þú getir auðveldlega fundið stjórntæki.
Dock: Auðvelt aðgengi að mest notuðu öppunum þínum.
Window Buttons: Smelltu á rauðan til að loka, gulan til að fella niður  eða grænan til að fylla út í allan skjáinn.

⌘ Command: Eins og Control lykillinn á PC, er ⌘ notaður fyrir algengar flýtivísanir eins og ⌘-C fyrir að afrita og ⌘-P fyrir að líma.
Trackpad: Smelltu með tveimur fingrum til að hægri smella. Notaðu fingurna til að stjórna Mac.

Þetta helsta.

Keyrðu öppin þín

Forritin þín svínvirka á Mac.

Meira að segja Microsoft Word, Excel, Powerpoint og Outlook? Jebb. Líka Slack, Zoom og Google Docs. Þú munt vera spenntur að sjá hversu hröð og snögg þau eru öll á Mac.

Uppáhalds pro öppin þín, eins og allt Adobe Creative Cloud og Canva, virka fallega líka. Og þú getur fundið allt þetta og fleira í Mac App Store.

Forritin þín svínvirka á Mac.

Komdu þér af stað

Öruggt og auðvelt.

Þegar þú opnar nýjan Mac í fyrsta sinn hjálpar Setup Assistant þér að skrá þig inn á iCloud og koma myndunum þínum, skrám, lykilorðum og fleiru frá iPhone til Mac. Hann inniheldur meira að segja app sem heitir Migration Assistant sem leiðir þig í gegnum ferlið við að koma efni yfir frá gömlu tölvunni þinni.

Þegar allt hefur verið flutt yfir mun nýja Mac-tölvan þín vera tilbúin með það sem þú þarft.

Öruggt og auðvelt.

Afköst

Hraði sem er bara 🤯

Um leið og þú vekur Mac færðu meira gert hraðar – hvort sem það er að renna í gegnum hundruð vafraflipa, hanna glæsilega kynningu, sinna myndbandavinnslu, eða gera þetta allt í einu.

Apple Silicon flögurnar bjóða upp á byltingu í afli og snerpu fyrir allt sem þú þarft að gera. Flögurnar er með innbyggðum örgjörva, skjákjarna og tauganetskjarna allt á einni smárri flögu. Það skiptir ekki mál hvort þú sért að tækla dagleg verk eða stærri verkefni, Mac tölvur gera hvort tveggja miklu hraðar en áður. Apple Silicon tölvur fara sparlega með rafmagn, geta skilað heilum degi í rafhlöðuendingu og missa ekki getu þegar þær vinna bara á rafhlöðunni.

Hraði sem er bara 🤯
<p>Allt að 24 tíma rafhlöðuending!<br />Þær hlaða líka hratt!</p>

Allt að 24 tíma rafhlöðuending!
Þær hlaða líka hratt!

Og fartölvan þín mun virka jafn vel og hún gerir alltaf, meira að segja þegar hún er ekki tengd við rafmagn.
Með Mac fartölvum getur þú hlaðið rafhlöðuna um allt að 50 prósent á aðeins 30 mínútum.

Læra meira um hraðhleðslu

Friðhelgi í fyrsta sæti

Byggð fyrir Apple Intelligence.

Mac er öflug og leiðandi og setur friðhelgi þitt í fyrsta sæti, svo þú getur nýtt allt sem gervigreind hefur upp á að bjóða og gert meira á hverjum degi.

Apple Intelligence er persónulega gervigreindarkerfið sem hjálpar þér að skrifa, tjá þig og koma hlutum í verk áreynslulaust. Með byltingarkennda persónuvernd veitir það þér hugarró að enginn annar hafi aðgang að gögnunum þínum - ekki einu sinni Apple.

Byggð fyrir Apple Intelligence.

Persónuvernd + Öryggi

Háþróað öryggi er staðalbúnaður.

Sérhver Mac kemur með leiðandi dulkóðun, öflugri vírusvörn og öflugan eldvegg. Ókeypis og sjálfvirkar öryggisuppfærslur hjálpa þér einnig að halda Mac varinni.

Apple Intelligence. Öflug og Persónubundin. Apple Intelligence er hannað til að vernda friðhelgi þína í hverju skrefi. Það er samþætt inn í kjarna iPhone, iPad og Mac með vinnslu á tækinu. Þannig að það er meðvitað um persónuupplýsingar þínar án þess að safna þeim. Og með byltingarkenndri Private Cloud Compute getur Apple Intelligence byggt á stærri netþjónum sem keyra á Apple sílikoni til að sinna flóknari beiðnum fyrir þig en vernda friðhelgi þína.
Opnaðu allt með einni snertingu. Touch ID veitir þér aðgang að öllum lykilorðum með fingrinum. Þú getur notað það til að opna Mac, fá aðgang að passkeys og ganga frá greiðslum.

Háþróað öryggi er staðalbúnaður.
<p>Nýttu gamla tækið<br />upp í nýtt.</p>

Nýttu gamla tækið
upp í nýtt.

Við metum gömlu tækin þín til fjár. Við tökum gamla símann, snjallúrið, tölvuna og jafnvel gömlu spjaldtölvuna upp í nýja vöru hjá Epli.

Uppítaka

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: