Merkilegur skjár
.
Skjárinn á Series 10 úrinu er merkilegt afrek fyrir Apple Watch. Þetta er háþróaður skjár og sá stærsti á Apple Watch til dagsins í dag. Skjárinn sýnir meira efni en áður hefur sést á úlnlið með Apple Watch. Þú sérð enn betur á skjáinn frá hlið með nýrri OLED-tækni sem opnar á nýjar gráður/víddir og eykur birtustigið.
Nett form.
Series 10 eru þynnstu úr Apple frá upphafi. Til að gera það að veruleika þurfti að endurhanna næstum hvert einasta gramm af úrinu: flöguna, stafræna trekkjarann, hátalara, glerið að framan og loftnetin. Þegar þú setur alla þessa hluti saman færðu úr stútfullt af nýjungum.
STÓR skjár, nóg af plássi
Skjárinn á Series 10 er með mesta skjáplássi sem er að finna á Apple Watch. Plássið er 75% meira en á Series 3, 30% meira en á Series 4-6 og SE, og 9% meira en á Series 7-9. Þannig sérðu meira og getur gert meira.
Svart sem hrafntinna.
Nú í fyrsta sinn kemur Apple Watch í glansandi hrafntinnusvörtum. Úrið er pússað niður þannig til það speglar. Svo er úrið steikt með rafmagni þrjátíu sinnum til að baka inn glansandi svartan lit, sem skilar sígildu fáguðu útliti úrsins.