<p>M-flagan. Ofurhröð.<br />Ofurkröftug.</p>

M-flagan. Ofurhröð.
Ofurkröftug.

Apple hefur pakkað örgjörvanum, skjákortinu, vinnsluminni og fleiru saman í eina flögu, svo öll forritin þín — allt frá Microsoft 365 Copilot upp í Adobe Creative Cloud — Meiri hraði en nota minna afl

Ótrúleg afköst í krefjandi umhverfi

MacBook Air M4

Með M4-flögunni líta grafík og leikir betur út en nokkru sinni fyrr á MacBook Air. Á annari kynslóð vélbúnaðarhröðunar í geislarakningu (e. ray tracing) færðu raunverulegri upplifun í leikjum. Með nýjustu tækni færðu ótrúleg afköst í krefjandi umhverfi og leikjum. Þannig verður allt sem þú gerir í tölvunni enn minna mál og skemmtilegra í leiðinni.

MacBook Air M4

Leifturhraði fyrir gervigreind

Lifðu löngu og hamingjusömu rafhlöðulífi.

Gerðu meira í einu, á meiri hraða. MacBook Air með M4 skilar meiri hraða og afköstum í öllu sem þú gerir, hvort sem þú ert að vinna með mörg forrit og flipa opna í einu, klippa myndbönd eða spila leiki eins og Sid Meier's Civilization® VII. Viftulaus hönnun MacBook Air tryggir hljóðláta upplifun.

Neural Engine. Leifturhraði fyrir gervigreind. Þökk sé hraðari Neural Engine í M4-flögunni býr MacBook Air yfir enn öflugri gervigreindargetu sem mun bæta allt sem þú gerir. Auktu framleiðni þína og sköpunargáfu með hjálp gervigreindar. Myndavél sem fylgir skrefum þínum og heldur þér innan ramma. Gervigreind sem eykur upplausn og myndgæði. Ræstu og keyrðu nýjustu og stóru tungumálalíkönin í gervigreind.

Lifðu löngu og hamingjusömu rafhlöðulífi. MacBook Air státar af allt að 18 klukkustunda rafhlöðuendingu. Þar að auki styður hún hraðhleðslu sem gerir þér kleift að hlaða hana um allt að 50 prósent á aðeins 30 mínútum. Þannig nærðu að klára allt sem þú ert að vinna í án þess að hafa áhyggjur af rafhlöðunni.

Lifðu löngu og hamingjusömu rafhlöðulífi.
<p><em><strong>MacBook Pro M4<br />er með þróuðustu örgjörva sem nokkru <br />sinni hafa verið í fartölvum fyrir fagfólk.</strong></em><br /><br /></p>

MacBook Pro M4
er með þróuðustu örgjörva sem nokkru
sinni hafa verið í fartölvum fyrir fagfólk.


MacBook Pro M4

Myndvinnsluafköst á algjörlega nýju stigi. Game on.

MacBook Pro M4

Keyrðu þunga grafík og flæði verkefna á mettíma. M4-örgjörvarnir eru með skjástýringu sem keyrir á annari kynslóð vélbúnaðarhröðunar í geislarakningu (e. ray tracing), skilar fleiri myndarömmum sem gerir upplifun í tölvuleikjum enn betri og raunverulegri en nokkru sinni fyrr. Ný tækni kölluð Dynamic Caching veitir betri nýtingu vélbúnaðar og skilar þannig af sér ótrúleg afköst í skjástýringunni sem ræður því enn auðveldara við þyngri forrit og leiki.

MacBook Pro M4

Myndsetning og hreyfimyndavinnsla verður mun hraðari.

MacBook Pro M4 Pro

Fyrir notendur sem þurfa meiri kraft, eins og vísindamenn, verkfræðinga, þróunaraðila og fagfólk í skapandi störfum, veitir M4 Pro hraðari afköst í hönnun gagnagrunna og gagnalíkana sem og DNA-raðgreiningar. Hvort sem þú velur 14 eða 16 tommu útgáfuna, skilar MacBook Pro með M4 Pro gríðarlegum afköstum í grafík, sem gerir það að verkum að 3D-myndsetning og hreyfimyndavinnsla verður mun hraðari.

MacBook Pro M4 Pro

64x hraðari en hraðasta Intel MacBook Pro

MacBook Pro M4 Pro Max

M4 Max, sem er fáanlegur í 14 og 16 tommu MacBook Pro, er öflugasti örgjörvi í heimi í fartölvu fyrir fagfólk, og hann endurskilgreinir hvað fartölva getur gert. Hann leysir verkefni sem áður voru einungis á færi öflugustu borðtölva, eins og að vinna með stór tungumálalíkön með hundruð milljarða stika. Og þú getur flogið í gegnum krefjandi skapandi verkefni, eins og ítarlega myndvinnslu, þrívíddarhreyfimyndagerð og kvikmyndatónlist.

MacBook Pro M4 Pro Max
<p style="opacity: 0;">.</p>

.

iMac M4

Ómótstæðilegir möguleikar.

iMac M4

iMac tekur stórt stökk í afköstum og gervigreindargetu með M4-flögunni. Með hraðari örgjörva getur þú gert allt enn hraðar. Endurbætt miðlunarkerfi gerir þér kleift að breyta mörgum 4K-myndbandsstraumum í einu – án vandkvæða. Allt að 32 GB af hraðara sameiginlegu minni ryður brautina fyrir snurðulausa leikjaspilun og fjölvinnslu á milli forrita. Og hin öfluga Neural Engine styður gervigreindarverkefni eins og að bæta sjálfkrafa myndir eða fjarlægja bakgrunnshávaða úr myndböndum.

iMac M4
iMac M4
<p style="opacity: 0;">.</p>

.

M4 og M4 Pro. Meistaraflögur.

Mac mini M4

Með nýju M4 og M4 Pro-örgjörvunum hefur Mac mini náð nýjum hæðum í afköstum og gervigreindarmöguleikum. Báðir örgjörvarnir eru með hraðasta örgjörvakjarna í heimi, svo allt virkar ótrúlega hratt og viðbragðsgott. Þökk sé öflugu skjákorti með vélbúnaðarhraðaðri geislarakningu (e. ray tracing) færðu ótrúlega raunverulega leikjagrafík og hnökralausa 3D-myndvinnslu. Og þróuð Neural Engine keyrir gervigreindarverkefni á ógnarhraða

Mac mini M4

iMac M4

iMac M4 Pro

MacBook Air M4

Stærri og öflugri útgáfur fyrir enn krefjandi verkefni.

Mac mini M4 Pro / Max

M4 Pro kemur með alla þá þróuðu tækni sem M4 býður upp á, en í stærri og öflugri útgáfu fyrir enn krefjandi verkefni. Með skjákorti sem er tvöfalt öflugra en það sem er í M4, býður það upp á tvöfalt hraðari vélbúnaðarhraðaða geislarakningu (e. ray tracing). Stærra og bandbreiðara sameinað minni gerir þér kleift að vinna með flókin atriði og gríðarstór gagnasöfn. Og Thunderbolt 5 tengi tvöfalda flutningshraðann upp í allt að 120 Gb/s og styðja allt að þrjá 6K skjái — það eru yfir 60 milljón pixlar.

Mac mini M4 Pro / Max
Mac mini M4 Pro / Max

Vöruleit Epli

Hvernig tæki ertu með?

Útreikningur

Miðað við þessar upplýsingar er verðmatið á þínu tæki: